Menntamál - 01.09.1964, Síða 16
10
MENNTAMÁL
landsins starfsemi sína árið eftir. Það var Landsbankinn.
Þetta var mikilsvert framfaraspor fyrir athalnalífið í land-
inu. — Búnaðarmál tóku miklum framförum og 1889 tók
Bændaskólinn á Hvanneyri til starl'a. Áður höfðu starlað
bændaskólar í Ólafsdal, að Hólum og Eiðum. — Árið 1889
samþykkti Alþingi lög um stofnun Stýrimannaskóla íslands,
en hann tók til starfa 1891. — Þá er einnig á árinu 1889
stofnað „Hið íslenzka náttúrufræðifélag“. Þorvaldur Thor-
oddsen hafði þá halið rannsóknir sínar á landinu og ferð-
aðist um sveitir og öræfi landsins í 16 sumur með mikils-
verðum vísindalegum árangri. Hann lauk ferðum sínum
1898. — Á áratugnum 1890 til 1900 hefst verkalýðshreyf-
ingin á íslandi með félögum á Austfjörðum og á Suður-
landi, einkum við Faxaflóa, Bárufélögin, undanfari hinna
almennu verkalýðs- og alþýðusamtaka. — Þá er stofnað hið
l'yrsta ísfélag eða íshús hérlendis, ísfélagið við Faxaflóa,
1894. — Árið 1888 hefur göngu sína fyrsta uppeldismála-
tímaritið. Það var Tímarit um uppeldi og menntamál. Út-
gefendur voru Jóhannes Sigfússon, Jón Þórarinsson og Ög-
mundur Sigurðsson. — Árið 1890 voru stofnuð 16 lestrar-
félög á landinu og má það teljast eftirtektarvert. — Kenn-
aradeild var stofnuð við Flensborgarskólann 1892, fyrsti
vísir að kennaramenntun innanlands. — Árið 1897 var stofn-
aður Heydalsárskólinn í Strandasýslu, undanfari unglinga-
skóla. — 1898 kemur út fyrsta barnablaðið á íslandi. Ut-
gefandi var Bríet Bjarnhéðinsdóttir. — Margs konar önnur
félagsstarfsemi þróaðist. Stórstúka íslands var stofnuð 1886
af 14 stúkum, en alls voru þá 16 stúkur starfandi í landinu.
— Taflfélag Reykjavíkur var stoínað árið 1900. — Íþróttalíf
vaknaði, einkum fimleikar, sund og glíma. — Lúðrasveitir
og söngfélög tóku til starfa. — Búnaðarfélag íslands var
stofnað 1899. — El’tir aldamótin verða stórstígar félagslegar
framfarir. — Togarafélög eru stofnuð og togaraútgerð hefst.
— Samvinnuhreyfingin breiðist út. — Ungmennafélög hefja
þjóðnytja- og menningarstörf. — Iðnskóli er stofnaður í