Menntamál - 01.09.1964, Side 17
MENNTAMÁL
11
Reykjavík 1904. — Verzlunarskóli íslands hefur störf 1905.
— Fræðslulög samþykkt á Alþingi 1907, skólaskylda barna
10 til 14 ára. — Kennaraskólinn tekur til starfa 1908, Laga-
skólinn einnig 1908.
Fleira mætti nefna sem dæmi um þetta mikla framfara-
tímabil, en þess má geta, að stofnendur Hins íslenzka kenn-
arafélags voru einnig þátttakendur í fjölmörgum af þeim
þjóðþrifamálum, sem nefnd hafa verið, og unnu að fram-
kvæmd þeirra.
IV.
Stofnun Hins íslenzka kennarafélags var yfirleitt vel tek-
ið. Matthías Jochumsson skrifaði í blað sitt, Lýð, m. a. um
félagsstofnunina: „Þetta fyrirtæki er hið fegursta og nyt-
samasta fyrir land og lýð, — þó oss uggi, að þjóð vor í
heild sinni eigi enn nokkuð langt í land til þess að skilja,
hversu afarmikið hlutverk slíkt félag þarf að hafa í slíku
landi sem voru, þar sem til síðustu tíma svo að segja ekkert
hefur hirt verið um uppeldismál þjóðarinnar — að frátekn-
um lærdómi embættismannaefnanna. Og í sannleik er það
engin furða, þótt hinum yngri helztu kennurum landsins,
sem þekkja kennslufræði og framkvæmdir annarra þjóða,
hlijskri að hugsa um skóla og menntamál vor, sem allt er í
fyrstu sköpun, á tvístri, reiki og tildringi.“
Björn Jónsson ritaði í ísafold m. a.: „Nóg er að hugsa
og nóg er að vinna fyrir félag þetta. Þeir eru þó, sem betur
ler, í meiri hluta hér, sem trúa því og treysta, að land og
þjóð eigi góðrar viðreisnar von, og að til þess þurfi ekki
annað en að landsmenn beiti dyggilega þeim kröftum, sem
í þjóðinni búa, — að þeir liggi sem minnst á liði sínu. Allir
þeir, sem þannig hugsa, hljóta að fagna öðru eins framfara-
lyrirtæki og þetta félag er og árna j)ví allra heilla.“
Stofnendur íélagsins voru flestir þjóðkunnir menn. Koma
j>eir mjög við sögu lands og þjóðar. Innan Jressa félags var
starf þeirra brautryðjendastarf á mörgum sviðum.