Menntamál - 01.09.1964, Page 29
MENNTAMAL
23
ÞORSTEINN SIG URÐSSON:
Örðugleikar barna við lestrarnám.
Gildi lestrarkunnáttu.
Það leikur ekki á tveim
tungum, að lestrarkunn-
átta er hverjum manni
nauðsynleg, enda er einn
veigamesti þáttur menn-
ingarinnar fólginn í rituðu
máli. Skáldskapur og vís-
indi kynslóðanna eru varð-
veitt á bókum, fréttir og
fróðleikur af ýmsu tagi er
jafnóðum birtur á prenti,
og livers konar opinber
plögg, auglýsingar og leið-
beiningar, eru við hvert
fótmál. Sá, sem ekki getur
tileinkað sér ritaðan fróð- Þorsteinn Sigurðsson.
leik, verður aldrei fullgild-
ur þegn í nútíma þjóðfélagi. Slíkur maður er öryrki.
Lestrarkennslan er því eitthvert mikilvægasta viðfangs-
efni uppalendanna, [). e. a. s. foreldranna og skólanna. Vel-
ferð einstaklingsins í lílinu er ekki hvað' sízt háð árangurs-
ríkri og ánægjulegri skólavist, en helzta forsenda þess, að
barni vegni vel í skóla, er sú, að það öðlist góðan grund-
völl í lestri og tileinki sér skynsamlegar lestrarvenjur, þar
sem allt frekara nám byggist á fullnægjandi lestrarkunn-
áttu.