Menntamál - 01.09.1964, Side 40
34
MENNTAMÁL
en einmitt við byrjunarkennsluna í lestri er skólataflan
mikið notuð.
Mörg börn, sem eru að hefja lestrarnám, eru fjarsýn,
vegna þess að augun eru ekki ennþá fullþroska. Fjarsýni
ofþreytir Iireylivíiðva augasteinanna. Stutta stund geta þessi
börn lesið bæði af töflunni og á bók með því að þreyta
augnvciðvana, og þess vegna verður enginn var við sjón-
gallann. En barnið örmagnast fljótt, afleiðingin getur orðið
hciluðverkur og ógleði, og þessi vanlíðan verkar oft þannig
á barnið, að það fær ógeð á lestrarnáminu. Til er sjóngalli,
sem orsakast af því, að yfirborð hornhimnunnar er óreglu-
legt. Afleiðingin er Jmkukennd sjónmynd, barnið sér ekki
skýrt stafina og verður að kipra augun. Enn má nefna sjón-
galla, sem eiga rót sína að rekja til |)ess, að augun eru ekki
enn nógu samstillt, að annað augað útilokar hitt eða að
sjóngalli er á öðru auganu. Mcirg sjóngölluð bcirn gera sér
ekki grein fyrir j)ví, að þau sjái verr en aðrir, og hafa j>ess
vegna ekki orð á ]>ví við kennarann eða foreldra sína. Sé
J)ess ekki gætt að vera vel á verði gagnvart minniháttar sjón-
gcillum og leita [)egar í stað til augnlæknis, ef grunur leikur
á um slíkt, verður afleiðingin oft lestregða.
Heyrnin er ennþá mikilvægari fyrir lesturinn en sjónin.
Án heyrnar er ekkert mál, og börn með skaddaða heyrn ná
oft ekki eðlilegum málþroska, sem veldtir J)ví að lestrarnám
l’er út um þúfur. Jafnvel smávægilegir heyrnargallar barna
með nokkurn veginn eðlilegan talanda geta valdið les-
tregðu. Um heyrnina gildir það sama og áður var sagt um
sjónina. Heyrnarleysi eða mikil heyrnartregða uppgötvast
venjulega fljótt, en minniháttar heyrnargallar geta valdið
J)ví, að barn fari á mis við hina grundvallandi byrjunar-
kennslu og nái sér ekki á strik í lestri.
Barn með minnibáttar beyrnargalla, sem er illa staðsett
í skólastofunni, heyrir ekki alltal skýrt hvað kennarinn
segir og missir ])ví auðveldlega þráðinn í kennslunni, en
auk Jress á J)að oft við sérstaka erfiðleika að stríða í grein-