Menntamál - 01.09.1964, Side 52
46
MENNTAMÁL
örðugleikunum. Það er mál erlendra sérfræðinga, sem
reynslu hafa á þessu sviði, að í langflestum tilfellum séu
miklir möguleikar á lagfæringu og að iðulega sé hægt að
ráða algera bót á örðugleikunum. Þetta verður þó ekki gert
nema með sérkennslu.
Það er ákaflega áríðandi, að lestreg börn fái sem allra
fyrst á skólaferli sínum að njóta sérkennslu. Því fyrr sem
þau fá slíka kennslu, þeim mun meiri líkur eru fyrir
árangri. Sum þessara barna þurfa áreiðanlega að vera undir
handarjaðri sérmenntaðra kennara árum saman, öðrum
nægir e. t. v. nokkrir mánuðir. Um þetta er ekki hægt að
segja fyrirfram, euda hefur það enga hagnýta þýðingu. Öll
börn þurfa að læra að lesa, hvort sem það tekur langan eða
skamman tíma.
Það er nauðsynlegt að koma á fót sérstökum bekkjum
fyrir lestreg börn, en með þeim hætti er unnt að miða
kennsluna við Iiinar sérstöku þarlir þeirra. Nemendur í
slíkum bekkjum mega ekki vera fleiri en 15. Námsefni í
öðrum greinum en móðurmáli á að vera jtað sama og í
venjulegum bekkjum, en í móðurmáli er þörf einstaklings-
bundinnar kennslu, og vikulegur stundafjöldi verður að
vera mun meiri í þeirri grein en í venjulegum bekkjum,
enda þarf kennurum slíkra bekkja að gefast kostur á svo-
kölluðum skiptitímum, þ. e. a. s. tímum, sem aðeins hluti
nemendanna sækir hverju sinni, en aðeins á þann hátt verð-
ur komið við þeirri einstaklingsbundnu þjálfun, sem slíkum
nemendum er nauðsynleg.
Að sjálfsögðu jryrftu kennarar lesbekkja að hafa sérmennt-
un í kennslu lestregra barna og hafa yfir að ráða fjölbreytt-
um sérhæfðum kennslugögnum. En auk jtess er jtörf sér-
stakrar lestrarstofnunar, jiar sent rnjög lestreg börn gætu
samhliða náminu í lesbekkjunum notið handleiðslu sérfræð-
inga. Slík stofnun Jryrfti jafnframt að annast lestæknilegar
rannsóknir og hafa lu'ind í bagga með sérkennslunni úti í
skólunum.