Menntamál - 01.09.1964, Page 54
48
MENNTAMÁL
skólans og þurfa á lestrarkunnáttu að halda við frekara
nám. En til þess að svo megi verða, þarf allstór hópur barna
sérstaka hjálp, og hana ber skólunum skylda til að láta í té.
Hins vegar er það hlutverk foreldranna að ganga ríkt eftir
því, að skólarnir gegni þessari skyldu sinni.
Ef til vill kemur einhverjum það á óvart, að til skuli
vera stór hópur barna, sem ekki veldur venjulegu lestrar-
námi. Þetta er þó engan veginn til að furða sig á. Þvert á
móti. Mikill einstaklingsmunur hefur fundizt á hverju því
sviði mannlegra hæfileika, sem rannsakað hefur verið. Það
er t. d. mikill einstaklingsmunur á leikni barna í teikningu,
tónvísi þeirra o. s. frv. En það veldur börnunum engum
teljandi örðugleikum, þótt þau teikni illa eða séu ekki
söngvin. En geti barn aftur á móti ekki lært að lesa, vantar
það eitt mikilvægasta tækið til að afla sér þekkingar, og
það er alvarlegt mál, ekki aðeins fyrir viðkomandi einstakl-
ing, heldur fyrir þjóðarheildina. Lestregðan er þjóðfélags-
legt vandamál, og við verðum að bregðast við henni sem
slíku. Skólakerfi okkar hefur ekki tekið upp sérkennslu les-
tregra barna, nema þá að mjög takmörkuðu leyti og á ófull-
nægjandi hátt. Þetta er ekki viðunandi lengur. Sérkennsla
lestregra barna er óhjákvæmileg og þeirri þróun þarf að
hraða. Annað er ekki sæmandi þjóð, sem er jafn gjarnt að
kenna sig við bókmenningu og okkur Islendingum.