Menntamál - 01.09.1964, Page 61
menntamál
55
Tillögur um tilhögun kennslu afbrigðilegra
barna í Reykjavík.
Síðastliðið vor samþykkti 270 manna fundur i Stéttar-
félagi barnakennara i Reykfavik einróma ýtarlegar tillögur
um tilhögun kennslu afbrigðilegra barna i Reykjuvíh.
Tillögurnur höfðu verið rœkilega undirbúnar af fjöl-
niennri nefnd undir forsœti Magnúsar Magnússonar van-
vitaskólakennara, sern sett var á laggirnar að loknum eins
konar hringborðs-umrceðufundi um þessi mdl í fyrravetur,
þar sem Jónas Pálsson, forslöðumaður sálfrœðideildar skóla,
og kennararnir Magnús Magnússon og Þorsteinn Sigurðsson
sálu fyrir svörum.
Forráðamenn frœðslurnála borgar og rikis liafa nú þessar
tillögur kennaranna til íhugunar.
Hór fer á eftir ályktun fundarins og greinargerð sijórnar
S. B. R.
Fundur í Stéttarfélagi barnakennara í Reykjavík, haldinn
í Bre iðagerðisskóla 11. maí 1964, ályktar, að brýna nauðsyn
Beri til að taka upp sérkennslu þeirra barna, sem víkja svo
mikið frá því, sem álitinn er eðlilegur vaxtar- og þroska-
lerill venjulegs barns, vitsmunalega, líkamlega, geðrænt og
félagslega, að þau fá ekki notfært sér á viðunandi hátt
venjulega kennslu í almennum skóla. Tillögur S. B. R. um
tyrirkomulag sérkennslu og aðstoð við áðurnefnd Ix'irn eru
eftirfarandi, og er þá miðað við núverandi nemendafjölda
1 barnaskólum Reykjavíkur.
1- I almennu skólunum starfi:
a) Forskólabekkir fyrir 7 ára börn, sem ekki hafa náð