Menntamál - 01.09.1964, Page 67
MENNTAMÁL
61
skil á ýmsum sjúkdómum, sem haft geta áhrif á námsgetu
og hegðun barnanna, svo sem niðurfallssýki, geðveilu, tauga-
veiklun, heilasköddun og lömun, og þekkja afleiðingar
slíkra ágalla.
Þá þarí hann að læra að beita þeim aðferðum í starfi
sínu, sem vænlegastar eru til árangurs. Á hinn bóginn verð-
ur að ívilna þeim, sent til starfsins veljast, með styttri
kennsluskyldu og hærri launum. Þróunin í grannlöndun-
um getur livað þetta snertir verið okkur til fyrirmyndar.
Reynslan sýnir, að hæfilegur nemendafjiildi í hjálpar-
deildum er 12—14 börn.
Nokkrar skýringar við tillögurnar.
1. a) Gert er ráð fyrir, að kennslunni í forskólabekkjun-
um sé hagað á svipaðan liátt og tíðkast í fyrirmyndarleik-
skólum. Lögð væri áherzla á markvissar æfingar í leikformi
til þroskunar sjón-, heyrnar- og hreyfiskyns barnanna. Jafn-
framt væri leitazt við að byggja upp orðaforða, þroska mál-
tilfinningu og tjáningarliæfni þeirra með frásögnum, tal-
leikjum í ýmsu formi og dramatiseringum. Lestrarkennsla
í venjulegum skilningi hæfist ekki í þessum bekkjum (nema
e. t. v. lítils háttar seinni hluta vetrar, bundin einstökum
nemendum, sem víst væri að hefðu náð lesþroska).
1.1>) í þá bekki, sem nefndir eru lestæknibekkir, kæmu
bi irnin úr forskólabekkjunum (nema þau, sem hugsanlega
hefðu náð svo góðum árangri, að þegar væri hægt að flytja
þau í 8 ára normalbekki) og auk þess þau börn úr 7 ára
normalbekkjunum, sem engri fótfestu náðu í Iestri fyrsta
skólaárið. I lestæknibekkjunum hæfist einstaklingsbundin
byrjunarkennsla í lestri, í fyrstu mjög hægt og undirbyggj-
andi. Höfuðverkefnið væri að leggja hinn tæknilega grund-
völl lestrarnámsins.
Einhvern tíma á fyrstu 2 skólaárunum væru þau börn,
sem hér um ræðir, tekin til prófunar á sálfræðideild skóla,
þroskaminnstu börnin fyrst, svo tryggt sé, að þau börn, sem