Menntamál - 01.09.1964, Page 81
MENNTAMÁL
75
II.
Fundinum er ljóst, að á skólunum hvílir tnik.il ábyrgð að því er
snertir félagsleg vandamál unglinga ekki síður en fræðslu þeirra. Það
starf ber skólunum að rækja, eftir því sem aðstæður leyfa. Til þess
þarf einkum færa menn í þjónustu skólanna, og gera verður skólunum
fjárhagslega kleift að tryggja sér störf slíkra manna að félagsmálum
unglinga og efla að öðru leyli aðstiiðu þeirra til félagsstarfsemi.
Hins vegar er skólunum ekki fært, og raunar ekki æskilegt, að taka
einir að sér að sjá f'yrir félagslegri þörf unglinga, og því telur fundur-
inn rétt, að efld sé ýmis heilbrigð félagsstarfsemi á meðal æskufólks,
svo fremi að ekki komi í bága við skyldustörf nemenda vegna skólans.
Kennslu- og fræðslustörf skólans eru í sjálfu sér snar þáttur íélagslcg
og persónulegs uppeldis unglinga. Því er mjög mikilvægt, að skóla-
starfið sé aðhæft og endurnýjað til samræntis við breyttar aðstæður.
Minnir fundurinn í því sambandi á tillögur, sem samþykktar voru
um það efni á fundi skólastjóra liéraðs-, mið- og gagnfræðaskóla s.l.
vor, og telur miður farið, að þær hafa ekki cnn komið til framkvæmda.