Menntamál - 01.09.1964, Page 87
menntamál
81
GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON:
Athugasemd um skólahúsgögn.
í síðasta hefti Menntamála er grein eftir Þorstein Einars-
son íþróttafulltrúa, sem hann nefnir: „Ný skólahúsgögrí'.
Segir Þorsteinn Einarsson, að húsgögn þessi hafi verið tekin
í notkun í Evrópu 1959 og nokkrum árum áður í Ameríku.
Þessi svokölluðu nýju húsgögn eru þannig, að borð og
stóll eru sambyggð. Lag borðplötu er þannig, að vart verð-
ur komizt í sæti nerna frá einni lilið. Annars vil ég eigi
ræða kosti og ókosti Jiessa hlutar, en aðeins benda á eftir-
farandi:
S.l. 20 ár hefur það verið stefna meðal skólamanna í
flestum menningarlöndum að útiloka úr skólum lnisgögn
þeirrar tegundar, sem Menntamál tala um í umræddri
grein.
Á undanförnum árum hefur róttæk bylting átt sér stað
í uppeldis- og kennslumálum, svo og skólahúsabyggingum.
Hin margvíslegu form kennslunnar gera kröfu til
kennslustofunnar og útbúnaðar hennar, sem eigi er sam-
bærileg við fyrri hugmyndir um slíka hluti.
Ein krafan í sambandi við hinar nýju kennsluaðferðir
er hreyfanlegur húsbúnaður — þ. e. borð og stóll sé aðskilið.
Húsgögnin séu léttbyggð, svo að auðvelt sé að raða þeim
á ýmsan hátt í kennslustofunni, þannig að hægt sé að koma
við hinum ýmsu kennsluaðferðum, sem nú hafa verið tekn-
ar upp í Evrópu og Ameríku, en hér á íslandi enn aðeins
að litlu leyti.
í Danmörku er þessu máli fyrst hreyft árið 1937 og þá
sennilega af heilbrigðisástæðum. Heilbrigðisnefnd í danska