Menntamál - 01.09.1964, Blaðsíða 139
menntamál
133
mjög niikil og tóku hvaSanæva að berast raddir, sem bentu tii, að
kennarar vildu ekki tina samningnum og hygðust lcita sór annarrar
atvinnu. Helztu atriði, sem óánægju ollu, voru þessi:
h Fastráðnir kennarar, sem sumir höfðu verið í kennslustarfi árum
saman, voru settir þremur flokkum neðar en starfsbræður þeirra
nieð cand. mag.-prófi, þó var staða þeirra í launastiganum varla
til þess fallin að laða langskólagengið fólk til kennslustarfa mið-
að við aðra starfshópa.
2. Auk þess, sem ekki var tekið tillit til skipunar framhaldsskóla-
kennara í stiiðu, voru heldur engar ráðstafanir gerðar til að auð-
vclda þeim að hækka í flokki, nánari röðun milli lö. og 17. flokks
vísað til fræðslumálastjórnar, en jafnvel möguleikar hennar t i 1
lagfæringar þrengdir með því t. d. að miða sem mest við „sam-
bærileg próf“ í stað „náms“ eins og í fyrri tillögum.
3. Landssambandsstjórn hafði fyrr um veturinn gert að skilvrði
fyrir traustsyfirlýsingu til B.S.R.B. og Kjararáðs, að kostur yrði
gefinn á því að vísa ágreiningi til Kjaradóms. Þvi hafði verið vel
tekið og oft haft á oddi í umræðum af hálfu Kjararáðs. Þeirri
leið var nú lokað samkvæmt samningi þessum.
Þannig mætti lengi rekja.
Boðaður var 15. apríl 1963 sameiginlegur fundur stjórna L.S.F.K.
°g F.G.R. ásamt nokkrum trúnaðarmönnum þess síðarnefnda. Var
þar lielzt á mörgum að heyra, að þcir vildu helzt það eitt að leita sér
;ið nýju starfi. Niðurstaðan varð þó sú, að formanni L.S.F.K. var falið
að skrifa menntamálaráðuneytinu bréf á grundvelli uppkasts, sem hann
halði lagt l'yrir fundinn, og var það brét sent ráðherra 17. apríl 1963.
Menntamálaráðherra tók málinu vel og kvaðst myndi taka það til
tækilegrar athugunar. Málið var rætt við fjármálaráðherra, en fram-
kvæmd dróst á langinn. Kjaradómur kvað upp úrskuð sinn í byrjun
j'dí. Þá taka að berast kvartanir fleiri starfshópa. Róðurinn þyngist,
er> kennarar margir víðs fjarri yfir sumartímann. Um mánaðamót
dgúst—september 1963 horíði mjög þunglega um allar úrbætur og voru
11 ú raddir um að segja lausu starfi fleiri og háværari en fyrr. Hópur
kennara í 16. (og 17.) launaflokki í Reykjavík og nágrenni sendi með
v*tund formanns L.S.F.K. bréf til Kjararáðs, þar sem þess var krafizt,
■'ð allir fastráðnir kennarar 1. júlí 1963 skyldu verða settir í 18. launa-
Hokk. Kjararáð vísaði málinu til umsagnar stjórnar L.S.F.K. Þaðan
Var það afgreitt með bréfi dags. 21. sept. 1963 til Kjararáðs á ný og
n'ælt mcð kröfunni, sem í fyrrnefndu bréfi íólst. Var málið þá tekið
lyrir af samninganefnd og Kjararáði, en samninganefndin leitaði síð-
an til ríkisstjórnarinnar um lausn þess og hafa verið stöðugar um-