Menntamál - 01.09.1964, Síða 145
menntamál
139
Hin nýkjörna stjórn Landssumbancls framhaldsskólakennara. Tulið
fr/i vinstri: Haraldur Stéinþórsson, lialdur Jónsson, Bryndis Steinþórs-
dóttir, Þorsteinn Eiriksson, Ólafur H. Einarson, formaður, Jónas Ey-
steinsson, Guðmundur Arnason, Þráinn Löve, Snorri Jónsson, Jón
Scetran.
Einnig telur þingið; að skrifstofa santbandsins þurfi að vera opin
ákveðinn auglýstan tíma á viku hverri, svo að félagsmenn eigi
greiðan aðgang að starlsmanni eða starfsmönnum sambandsins.
I því sambandi samþykkir þingið að ráðinn verði fastur starfs-
maður L.S.F.K. og telur að áætla þurli starf hans sem liálft starf.
Einnig samþykkir þingið að greiða beri formanni laun fyrir þau
störf, sem hann vinnur í þágu sambandsins, önnur en stjórnar-
fundi og nefndastörf, svo fremi, að hann sé ekki starfsmaður sam-
bandsins.
3. Þingið vill minna kennarafélögin á það, að heiinilt er að telja
fullgilda meðlimi í samtiikunum þá stundakennara, sem kenna
a. m. k. helming kennsluskyldu fastra kennara. Telur þingið að
vinna beri að því að fá í samtökin þá stundakennara, sem ekki
gegna öðru föstu starfi. Þurfa viðkomandi kennarafélög að inn-
heimta félagsgjöld (til L.S.E.K. og B.S.R.B.) af þessum meðlimttm