Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1975, Page 10

Æskan - 01.11.1975, Page 10
blóðið frysi í æðum hans, (það er að segja, ef blóð f jóla- sveininum getur frosið), og kaldur sviti spratt út um hann allan. Á móti honum kom hópur skólabræðra hans. Þar á meðal voru nokkrir sterkir og ófyrirleitnir strákar, sem ekkert létu sér fyrir brjósti brenna. Hæ, sveinki! Hvað segir Jrú í fréttum? Gluggagægir steinþagði og lagði lykkju á leið sína og ætlaði að reyna að skjótast fram hjá hópnum. Ha—hvað! Ætlar þú ekki að tala við okkur, karlskrögg- ur? hrópaði einn í liópnum. Sjá—sjáið! Hann hleypur, eins og hann vilji forða sér, kallaði annar. A!ia, eitthvað finnst mér ég kannast við fótaburð- inn, hrópaði sá þriðji. Vá, maður, eða þá vaxtarlagið. Eltum hann, eltum hann, kölluðu margir í kór. Já, eltum hann, eltuin hann! Það var eins og við manninn mælt. Allur hópurinn þusti á eftir jólasveininum. Stansaðu, Sveinki! Stansaðu! Við hvað ertu hræddur? En jólasveinninn nam ekki staðar, þvert á móti herti hann sprettinn. Nú hófst æðisgenginn eltingarleikur, um götur, húsa- sund og hálfbyggðar lóðir. Jólasveinninn lagði allt kapp á að hverfa fyrir horn og stinga strákana af. En allt kom fyrir ekki, bilið styttist stöðugt. Strákarnir voru fljótari að hlaupa. Ha—hæ! Dregur pokinn þig niður, sveinki? kölluðu þeir háðslega. En jólasvéinninn hélt áfram að þegja. Hann heyrði glöggt hvernig fótatak óvinanna nálgað- ist. Bráðum mundu þeir ná honum. Oh! Það var gripið í pokann aftan frá. Aumingja jólasveinninn var nærri dottinn, en einhvern veginn tókst honum að ná jafnvæginu. I örvæntingu sinni hentist hann áfram pokalaus. Hann var að springa af mæði og það dönsuðu þúsund litlar stjörnur fyrir aug- um hans. Has, loksins náðum við þér. í sömu andrá var gripið föstu taki aftan í jólasvein- inn, og strákaskarinn umkringdi hann. Nú var ekki leng- ur neinnar undankomu auðið. Einn strákanna kipp*á honum húfunni og skegginu. Vissi ég ekki, — Valtarinn, glumdi við í margrödduðum kór. Valli vissi ekki hvað hann átti að taka til bragðs. Héi var við algjört ofurefli að etja. Ertu að leika gamla leikinn, að hræða litlu krakkana? hrópaði stærsti strákurinn og þreif lurkinn. Hrekkjasvín, — hrekkjasvín, kvað við í margrödduðuiö kór. Valli stóð aðgerðalaus, stundi þungan og blés mæðinni- Svaraðu, æpti stóri strákurinn með lurkinn og danglað1 duglega í rassinn á valtaranum. Ææ—óó! öskraði Valli, tók snöggt viðbragð og gerSi tilraun til að brjótast út úr hringnum. Margar hendur voru á lofti og gripu Valla. En hann var enginn léttavarningur og hlunkaðist í götuna. Veltum valtaranum, veltum valtaranum, hrópuSu strákarnir. Þeir létu ekki sitja við orðin tóm, og veltu Valla á und- an sér eins og tunnu. Það hjálpaði líka til, að það var talsverður halli á götunni. Strákarnir horfðu á eftir valtaranum niður brekkuna- Þetta er rétt mátulegt á hrekkjasvínið, tautaði einhver- En það var nú enginn sannfæringarkraftur í röddinm- Satt að segja voru strákarnir orðnir dálítið smeykir, aS þetta gráa ganian kynni áð enda með skelfingu. Loks stöðvaðist valtarinn og staulaðist á fætur. Strák unum létti og þeir hurfu hljóðlega út í rökkrið. í fyrstu var aumingja Valli alveg ruglaður i kollinum- Hann snarsvimaði og átti erfitt með að standa á fótun um, auk þess var hann aumur um allan skrokkinn. Pí var lán í óláni að hann skyldi sleppa við beinbrot eða önnur meiri háttar meiðsli. Eftir nokkra stund, þegar Valli var búinn að jafna sig ofurlítið, staulaðist hann af stað til þess að leita að dótmn sínu. Það var ekki sjón að sjá jólasveinabúninginn, gott ef hann var ekki alveg ónýtur. Reiðin sauð í Valla valtara, en hann vissi að hann ga ekki hefnt harma sinna á stóru strákunum. Gremja han* og óánægja bitnaði ávallt á saklausum. Kannski var þetta honum rétt mátulegt eftir allt saman. 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.