Æskan - 01.11.1975, Qupperneq 13
U-ha, u-ha, en það jólaveður.
Snjórinn féll í stórum flygsum og
stormurinn blés svo að kaffikann-
an rauk niður af borðinu hjá bú-
álfafjölskyldunni, sem bjó uppi und-
ir þaki í gamla prestssetrinu. Það
var að sjálfsögðu allt í lagi að kaffi-
kannan dytti niður á gólf, því að
það var ekkert kaffi f henni, þar
sem búálfar drekka aldrei kaffi. Nei
hitt var öllu verra að kaffikannan
var hádegisverðarbjalla fjölskyld-
unnar. Þegar búálfamamma var bú-
in að búa til matinn, glamraði hún
með lokinu og þá komu allir bú-
álfarnir hlaupandi eins hratt og þeir
gátu, hver með sína skeið í hend-
inni.
Þetta gerðist einnig núna, í gegn-
um glugga, dyr og rifur í þakinu
þyrptust þeir inn. • Búálfamamma
flýtti sér að benda þeim á mistökin
og dálítið angraðir á svipinn hurfu
þeir aftur til vinnu sinnar.
Sjáið nú til, búálfarnir hafa þann
sið, að allir gömlu búálfarnir hitt-
ast á aðfangadag á geysistórri hæð
mælti konan og þrýsti honum að
sér.
„Hefurðu verið hér að gráta?
Komdu nú niður og sjáðu nýju fötin
þín, og ekki skaltu þurfa að hrekjast
héðan meðan ég lifi, því heiti ég,
og það sama skal ganga yfir þig
og hin börnin mín. — En nú skul-
um við koma.“
En um kvöldið, þegar verið var
að lesa jólaguðspjallið, þá var Dóri
svo fjarskalega glaður. Hann var
viss um, að hann hafði séð jóla-
engilinn, eins og hjarðmennirnir á
Betlehemsvöllum forðum. Og hann
var líka sannfærður um, að Guð
var óumræðilega góður.
í skógarjaðrinum. Og þennan dag
sagði búálfamamma við búálfa-
pabba og Las, sem er lítill, sniðug-
ur búálfur, hræðilega latur og vill
helst alltaf vera að segja frá hin-
um gömlu góðu dögum í stað þess
að vinna. — Heyrið þið mig nú,
sagði búálfamamma, — hafið þið
gleymt að þið ætlið á fund í dag?
Nú skal ég útbúa nestispokana ykk-
ar, svo að þið getið farið að tygja
ykkur af stað.
Las og búálfapabbi flýttu sér eins
og þeir gátu, því að þetta er mjög
mikilvægur fundur. Og hvað hafa
þeir nú fyrir stafni á þessum fundi?
Fyrst syngja þeir einn jólasálm —
og þeir flýta sér ákaflega mikið af
því að því loknu opna þeir nestis-
pokana. í þeim eru stór og mikill
nestispakki og ein flaska af jólaöli.
Og þeir dunda lengi yfir matnum
því hann er venjulega mjög góður.
Þegar þeir hafa lokið öllum matn-
um hefst hinn mikilvægi fundur. Það
er að segja þeir hefja umræður
um hvar eigi að halda jólin hátíðleg
í ár, og allir gömlu álfarnir verða
þegar í stað ásáttir um að í ár skuli
þeir halda iólin á prestsetrinu, eins
og þeir hafa alltaf gert. Já, svo er
fundurinn búinn og allir búálfarnir
fara heim aftur og segja hver við
sína búálfamömmu, að nestispakk-
inn hafi verið verulega góður.
Þegar Las og búálfapabbi komu
aftur heim, var búálfamamma ein-
mitt að Ijúka við að skreyta íbúð-
ina og allt var svo Ijómandi fallegt.
Allt gólfið var þakið grenigreinum
og rauð silkibönd hér og þar og
jólabjalla niður úr miðju loftinu. Á
borðinu stóð kaffikannan spegil-
gljáandi og rautt silkiband var
bundið um hankann. Jólatréð, sem
þau ætluðu að dansa í kringum stóð
á miðju gólfi ofan í gamalli fötu.
— Jú, allt var svo Ijómandi fallegt.
Litlu búálfabörnin gátu ekki skilið
af hverju þau áttu ekki eins og
veniulega að búa til iólaskraut. En
búálfamamma sagði þeim, að nú
ætlaði hún siálf að skreyta. Nú, litlu
búálfarnir höfðu heldur ekki mikinn
tíma, því að þeir áttu eftir að búa
til allar iólagiafirnar. Þeir fengu að
vera aleinir í litlu herbergi við hlið-
ina á stofunni og þar máttu þeir
athafna sig eins og þeir vildu.
Þeir skáru út skeiðar og fléttuðu
mottur. Stærsti búálfasnáðinn byrj-
aði að búa til teppabankara, en
hætti við það, þegar hann mundi
eftir að einu sinni, þegar hann
hafði dregið mús á halanum, hafði
hann fengið högg á bossann með
gamla bankaranum og það hafði
verið sárt, svo hann skar út tréskó
í staðinn.
Á aðfangadagsmorgun komu allir
litlu búálfarnir hlaupandi og sögðu
frá því að þeir hefðu lokið við að
■
11