Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 18

Skírnir - 01.12.1918, Side 18
:288 Bypgingamálið [Skirnir Hver gat bygt eftir sínu höfði, því hvorki hafði venjan lielgað neitt né innlend reynsla, og listamenn höfðu engar góðar fyrirmyndir geflð. Húsin bera flest nýbreytnina og þroskaleysið utan á sér. Og við þessu varð ekki gert. öli atvik og ástæður báru að þessum brunni. Og sama kom víðast í Ijós er inn í húsin var komið. 12X14 álna húsi var krossskift; ef til vill var það hólfað nokkru meira sundur. Svo er ein af stofunum tekin fyrir baðstofu og önnur fyrir hjónaherbergi, gestastofu o. s. frv. án þess að víða3t sé föstu augnamiði fylgt. Sama handa- hóflð vill oftast verða á öllum húsmunum og búnaði her- bergjanna. Fátt eitt er heima unnið, því forn hagleikur, vefnaður, tréskurður og listfengi er nú fremur fátítt hjá alþýðu. Sænskir birkistólar, ýmislegur ódýr kaupstaðar- varningur, gljámyndir af kaþólskum dýrðlingum og ann- að smekklítið kaupstaðaprjál er oft það helzta, sem bónd- inn býr berbergi sín með. Það er ekki ástæða til að lasta bændur fyrir þetta. öllum myndi farast eins í þeirra sporum. A öllum búnaði baðstofanna var fast fornt skipu- lag, en hér ræður enn geðþótti og smekklítið handahóf. Það er áreiðanlega erfiðara en flestir ætla, að ráða bót á þessu og miklu meira vandaverlc. Góður listamað- ur getur lagt grundvöllinn, hvenær sem vér verðum svo hepnir að eignast mann, sem sé því vaxinn, en reynslan, lifnaðarhættir og skapferli fólksins hlýtur smámsaman að móta margt, og til þess þarf langan tíma. En fyr erum vér ekki vel á vegi staddir að þessu leyti en alt fellur bæði listfengt og haganlega saman: húsin, bygging- arefnin, landslagið og lifnaðarhættir fólksins. Ekki geri eg ráð fyrir þvi, að það geti orðið nokk- urs eins manns verk að koma þessu í fyllilega fast horf, en grundvöllurinn verður tæpast lagður á annan hátt en þann, að landið taki full-lærðan húsagerðafræðing til þess að gera uppdrætti að byggingum bænda og leiðbeina þeim í allri húsagerð1). Og .það er ekki nóg, að sá maður hafi *) Sem 8tendur Lefir Jóh. Fr. Kristjánsson svipað starf á kendi. Eg

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.