Skírnir - 01.12.1918, Side 27
Skírnir]
Erasmus frá Rotterdam
297»'
Lúther og fylgismenn hans í huga. Hér á undan hefir
nokkuð mátt sjá stefnu Erasmusar, einkum af nýja testa-
menti hans. Hann vildi friðsama siðhót. Hann hafði trú
á því, að ef sýnt væri nógu skýrt fram á galla kirkjuunar
og ósamræmi bennar við frumkristnina, eins og hún birt-
ist í nýja testamentinu, þá mundu menn sansast á því, -
og færa alt í lag. Og því verður ekki neitað, að útlitið
í þessa átt var mjög glæsilegt um þessar mundir. Sjálfur
hafði hann nú náð svo miklu áliti, að orð hans voru víð-
ast skoðuð sem nokkurs konar goðsvar. Bækur hans flugm
urn alt og voru lesnar. Þjóðir og þjóðhöfðingjar keptust-
um að fá að hafa hann hjá sér, en það sýndi, að orð
hans féllu í góðan jarðveg. En það, sem mest studdi þó
vonir Erasmusar, var páfinn sjálfur, Leó X. Hann var
persónulegur vinur Erasmusar, frá því er Erasmús var í
Róm, en þá var Leó kardínáli Júliusar II. Leó dáðist
mjög að Erasmusi, og vér sáum, að hann studdi að út-
gáfu nýja testamentisins, og var engan véginn illa við
»Moria«. Hann var hámentaður, og fyrirleit i hjarta sínu
munkana, með allri hjátrú þeirra og fáfræði. Vináttu
sína sýndi hann Erasmusi, er guðfræðingarnir í Löwen
kærðu Erasmus fyrir villutrú, og fengu rannsókn liafna á
hendur honum, sem vel hefði getað kostað hann lífið.
Bjargaðist hann að eins fyrir þá sök, að þegar mál hans
kom fyrir páfa, þá úrskurðaði hann alt honum í vil. Vér
getum því eigi undrast, þó að Erasmus segi í bréfi, sem-
hann ritar Fisher biskupi, vini sínum:
»N/ öld er að renna npp. Sk/ringarnar eru alstaðar lesnar
og lofaðar, og er það ekki svo h'tið sagt. Þeir niega braðum fara
að hœtta að reyna að gr/ta hann Erasmus og koma í þess etað og
kyssa hann.«
Alt sýndist undir því komið, að friður og næði feng--
ist til þess að koma þessu í kring. Og loftið var frið-
samlegt, að fáeinum rykbólstrum undanteknum, sem klerk-
arnir reyndu að þyrla upp gegn Erasmusi, en hurfu jafn-
skjótt aftur. Erasmus hafði von um, að Leó páfi muudi-