Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 43

Skírnir - 01.12.1918, Side 43
Skírnir] Um sendibréf 329’ oft rugla saman þessum orðatiltækjum, svo að úr því varð fáránlegasti samsetningur, líkt og þegar afbökuð eru útlend orð, eða þau notuð í einhverri ímyndaðri fráleitri merkingu, t. d. »idiot« í merkingunni búmaður. En þessi orðavafningur hvarf af efninu í bréfunum með breyttura hugsunarhætti. Embættisbréfin fóru að losna úr flækjunni og kunningjabréfin urðu einfaldaii og meir blátt áfram. Bréf hafa auðvitað enn, eins og aliar teg- undir ritaðs máls, sin búningseinkenni. Um embættis- bréfin ætla eg ekki að tala, heldur um kunningja- og prívatbréfin. I þeim eru ávörp, byrjun, niðurlagsorð og kveðjur oft með svipuðu sniði. Menn segja »kæri vinur« og þakka fyrir síðast, og »það er efni þessa miða«, og seinast tala ■menn um að »brjóta blaðið«, biðja að bera kveðjur og viðtakandinn er kært kvaddur af sínurn einlægum vini o. s. frv., með margvíslegum mismunandi orðum. Hins veg- ar byrja bréfin sjaldnast á. að heilsa viðtakanda. Þó er til í byrjnn bréfa: »alúðarheilsan«, næst á eftir ávarpinu. Og klausu man eg eftir, sem var algeng i byrjun á bréf- um, cg held sérstaklega frá kvenmönnum, en er nú víst að verða fátíð. Hún er svona: »Elsku viua! Ætíð sæl og blessuð. Eg sezt nú niður við að pára þér nokkrar línur að gamni mínu. Ekkert hefi eg þér nú í fréttum að segja, utan mína bærilega líðan, L. S. G., og óska eg þess sama af þér að frétta«. Og svo kemur kanske heil fréttaruna á eftir. En yfirleitt er alt form í bréfunum að styttast, og fer það, eins og annað, eftir breyttum tíðaranda. Þó mun líklega komandi kynslóðum þykja okkar bréf jafnskringi- leg í framsetningu eins og okkur finst um bréf frá fyrri öldum. En allra tíma bréf lýsa að þessu leyti aldar- hættinum. Alt þetta, um formið á bréfunum, er nú ekki annað en aukaatriði, eða, réttara sagt, eitt atriði eða liður í sögu þeirri, sem sendibréfin geyma. — og sú saga er meiri og merkilegri en almenningur gerir sér i hugarlund, eða svo-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.