Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1918, Page 56

Skírnir - 01.12.1918, Page 56
342 Um sendibréf [Skirnir inber skjöl eða landskjöl sömuleiðis, eða önnur merkileg handrit, enda er nú sæmilega hugsað um að halda þessu til haga. Alls konar söfn varðveita liðna tímann, og margt er vel hirt. Þó fara ótal menjar forgörðum, sem hægt er að varðveita og framtíðin mun sakna, eins og við söknum ýmsra hluta frá fortíðinni. Hver þjóð, sem vill lifa, sér, að henni er nauðsynlegt að halda sem bezt við sem fie8tum þjóðmenjum. Eitt af því, sem almenningur getur veitt góða liðsemd til, fram yfir það að leggja fé í viðhaldskostnað þessara sögumenja, er varðveizla sendi- bréfanna, því að .bréf sendir og pieðtekur nærri hvert mannsbarn. Á meðferðina á bréfunum var eg búinn að drepa. En þó að skaðinn sé orðinn mikill, má þó enn gera yfirbót og bjarga þvi, sem bjargað verður. Enn æru til mörg og merkileg bréf um allar jarðir. Sum eru líklega orðin nokkuð gömul. Eg hefi sérstaklega trú á þvi, að gömlu konurnar lumi á ýmsu þess háttar i kistuhandraðanum. líýrri bréfin eru þó miklu fleiri, því að maigir geyma þó bréf sín í einn ættlið, og altaf er að bætast við. Ef einhverjir duglegir menn tækju sig nú til og sóp- uðu heimilin, hver í sinni sveit, að bréfum, eða herjuðu út svo mikið, sem hægt væri að fá, mundi það verða álitlegt safn. Annars held eg, að feugsvonin sé ekki mest með þeirri aðferð, að einstakir menn reyni að fá almenning til að láta bréfin af hendi við sig, heldur mundi það verða affarasælla til frambuðar, að þeir, sem út í þetta hugsa, kenni mönnum úti í frá, að þessi hrapallega glöt- un sendibréfa sé syndsamlegt athæfi, brýni hvern og einn, sera þeir ná til, að halda utan um sín bréf, vari þá við brunahættu og fúa og bendi þeim á, að til sé hvítt hús hér í Reykjavík, Safnahúsið, Landsbókasafnið, sem taki við þessu þakksamlega og geyini þetta langtum betur en þeir sjálfir, sýna mönnum fram á, að vissast sé að koma bréfunum þangað sem fyrst, að þeir geti sjálfir ráðið þvi

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.