Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1918, Page 61

Skírnir - 01.12.1918, Page 61
^Skírnir] Frá Frakklandi, 1916—1917 347 ■aléttuland með gulleitum hæðum í fjarska; leika þar þurar vind- hviður í Ijósrauðum blómum möndlutrjánna. En nú var dimt yfir ■Valence, því að það var í nóvember, og rigning. í biðsalnum voru 'þr/r þreyttir hermenn er reyndu að eofa, og einn, er sat uppi og vakti, og var honum það feimniblandin gleði að fá sinn hluta af kökum okkar og blöðum. Svo var haldið áfram í morgunregninu inn í Dauphiné, eftir dálitilli brautarálmu. Nú eru aftur tveir liðsforingjar í vagninum okkar og einn, sem ekki er hermaður. í>eir tala í hálfum hljóðum um stríðið eða þá hærra um gististað- ina í Valence. Einn þeirra er höfuðsmaður, fríður sfnum, aldraður og föðurlegur á svip, andlitið breiðara en á Englendingi og skín ur því meiri ást á lífinu, og ögn minni virðing fyrir því. Liturinn á augum, kinnum og hári er dypri. Þegar þeir tala um stríðið, er rómuriun alvarlegur og dulur. »Les A.nglais ne lácheront pas«, ■ ^Englendingar bregðast ekki) eru einu orðin sem eg heyri glögt. Yngri liðsforinginn segir: »Og hvernig væri hægt að hegna«? Eg ■ heyri ekki svar höfuðs mannsins, en af-leiftrinu í augum hans má ráða, að það er mannlegt og viturlegt. Lestin vindur sór áfrani í stormi og regni upp með Btraumhörðu fljóti, um fjallarætur og síð- an um ung fjöll. Aðaltrón eru naktar Langbarðalands aspir. Helzta smáþorpið liggur um hvassan hnúk og gnæfa berir turuar . a tiudinum. Liturinn er alstaðar mógrár. Við erum komnir. Hávaxinn og sterkur ungur hermaður, sem allur er eitt bros, svo að skíu / hvítar tennurnar, þnfur farangur ■ okkar út, vagn þ.ftur með okkur / hrakviðrinu upp í gegnum bæinn, og þá niður aftur og yfir fijótið, upp eftir iöngum furu- skógargöngum, og nú erum við komnir á spitalann okkar. Hve mennirnir eru margv/slegir kringum langa borðið við ■ miðdegÍ8verðinn! Og þó eru þeir líkir í einu: eius konar fjör og næmleiki er þeim öllum sameiginlegur. Sumir eru ögu tortryggnir við þessa nykomnu meun, eu sú tortryggni hefir persónulegan blæ, er ekki stóttar tortryggni nó heldur er það sú hin dumba vórn, er vór temjum oss í Englandi. Franskur hermaður, sé hann ekki frá París, á eitthvað af barnseðlinu / sér, honum svipar til barns, sem ef til vill veit meira en þú, barns, sem hefir lifað mörgum æfum a uudan þessu 1/fi, gafaðs barns, er skynjar skap þitt, og kemur fúslega til þín með meiðslin sín, þegar það finnur að þú vilt líta á“ þau. Hann er laus við það að líta öfugt og önugt á mein sín, eins og oss Englendingum er kært. Ef til vill hættir honum við að dekra við þau, stunda þau með einkennilegum blendingi af

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.