Skírnir - 01.12.1918, Side 72
358
Prá Frakklandi, 1916—1917
[Skirnir
troðfullum götunum ægir hór cllum þjóðflokkum saman, nema frá
Mið Evrópu: Frökkum, Serbum, Spánverjum, Algieringum, Grikkj-
um, Arobum, Kabýlum, Kússum, Indverjum, ítölum, Englending-
um, Skotum, Gyðingum og Núbíumönnum. Mílulangar skipakvi-
arnar fullar af skipum. Yfirfljótanlegt er af alls konar matvælum.
Allir eru glaðværir og annríkir í hinu bjarta og þurra Ijósi. Þar
sáum vór hina fegurstu sjón, og ef til vill þá er meat mætti auð-
mýkja Yesturlandamann. Það voru tveir arabiskir riddaraliðsmenn,
er gengu niður aðalstrætið í síðum einkennisskikkjum, hvítum og
rauðum; hinir hvítu vefjarhettir þeirra voru búnir dökkum loð-
skinnum og hölluðust lítið eitt aftur. Þessir menn voru fullar þrjár
álnir á hæð og gengu þeir í hægðum sínum, reyktu vindlinga og
sneru höfðinu hægt til beggja hliða, eins og úlfaldar eyðimerkurinn-
ar. I sólbrunnum, mögrum og skeggjuðum andlitunum á þeim
var hvorki fyrirlitning nó áhuga að sjá, ekkert annað en dýrlega
sjálfsnægju; en við hliðina á þeim virtist sem allar aðrar mann-
tegundir væru líbilfjörlegar og Bkiftu engu máli. Guð má vita, um
hvað þeir voru að hugsa — hugsanirnar hafa líklega verið álíka
hverfular og reykurinn, sem þeir blósu út um sínar vel gerðu nasir
— en fegurð þeirra og yndisþokki var óviðjafnanlegur. Og þegar
maðúr sá í huga sór iðnaðarborgirnar okkar miklu, í vestri og norðri,
og litlu, fólu, lirjáðu örverpin, sem þær unga út, þá vaið maður
bæði hryggur og skömmustulegur.
í Marseille úði og grúði af hermönnum. I Lyon, Valence,
Arles, jafnvel í minstu bæjunum var aragrúi af þeim, og var þetta
þó um þær mundir, er bandamenn hófu sóknina. Só mannafli
Frakklands að þrotum kominn, eins og sumir halda fram, þá dylur
það það svo vel, að það er engu líkara en verið væri að fara af
Titað með fyrsta liðið.
Frá Marseille fórurn vór til Lyon. Eg hefi heyrt menn segja
um þá borg, að hún væri hörmulega tilbreytingarlaus; en í sam-
anburði við Manchester eða Sheffield er hún eins og himnariki sam-
anborið við helvíti. Milli tveggja straumharðra fljóta undir háum
hálsum, líkist hún helzt Florence, sem væri orðin að voldugri verzl-
unarborg. Vera má að hún só dapurleg f þokuveðri, en himininn
vnr blár og sólin skein; það var einmitt verið að byrja mikla kaup-
stefnu, og var mikill anuríkis- og myndarbragur á hverjú stræti.
Englendingar hafa alt af haft óljósan grun um það, að Frakk-
land væri ekkert siðsemdarland. I augum þess, er kemur þangað
einungis sem gestur, er Frakkland siðbezta land stórveldanua fjögra