Skírnir - 01.12.1918, Blaðsíða 87
Skírnir] Kitfregnir 373;
þrifuno, og hræsni. Engin furða, þó þeim lendi saman Jóni og
sóra Einari.
Presturinn er ungur og vandlátur klerkur, nýkominn í brauð-
iS, og ætlar sér að vekja BÖfnuðinn úr deyfðinni, er hvílir yfir
honum í kirkjumálum og trúmálum. í því efni geta kenningar
Jóns ekki verið honum nema Þrándur ( götu. Og presturinn mæt-
ir samt nógu mikilli mótstöðu í baráttu sinni við gamlar óvenjur
og ósiði. Honum er vorkunn, þó hann ráði ekki við gamla saur-
Hfismanninn Hallgrím með tveimur frillunum. En heldur ekki f
öðrum málum verður honum mikið ágengt; hann er of grunnhygg-
inn og auðtrúa, er enginn mannþekkjari, og auk þess fer hann alt
of geyst. Hann ræðst allóþyrmiiega á dans unga fólksins í lestrar-
fólagi Jóns, og þó er hann eiginlega enginn oftrúarmaður og held-
ur ekki sérlega fastheldinn við gamlar kreddur, getur t. d. vel
slakað eitthvað á helvítiskenningunni.
Gallinn *er sá, að þessir tveir menn, sem hvorugur vill nema
það, sem gott er, eru andstæöingar. Þeir ættu að vera samherjar.
Misklíð þeirra hvílir á mlsskilningi einum. Jón er meira kristinn
en hann þykist vera, og ofsinn og mótstaðan blinda augu prests-
ins. í raun og veru laðast þeir hvor að öðrum undir niðri. Alt
hefði ef til vill farið vel fneð þeim á endanum, hefðu ekki verlð
menn til í sveitinni, sem þurftu á þessari misklíð að halda til þess
að koma sínu fram. Þessir menn, einkum Hallgrímur á Bergi og
Jón ráðsmaður, eru vinir hvorugra og reyna að eins að koma
sundrungu á stað. Og þeim tekst það vonum framar. Undirróður
þeirra kemur fullum fjandskap á stað í milli þeirra; Jón hefir
þungað stúlku á prestssetrinu, Margrétu að nafni, en vill komast
undan skyldum síuum og mútar öðrum manni til þess að ganga
við faðerninu, og jafnframt tekst honum að sannfæra síra Einar
um sakleysi sitt. Margrót hefir — sumpart af hræðslu við prest-
inn — leitað á uáðir Jóns á Vatnsenda. Jón lekur málstað hennar
gegn ráðsmanninum, en prestur málstað Jóns ráðmanns. Og kem-
ur nú svo, að Jón fær það álit á síra Einari, að hann só mikill
níðingur og hræsnari, en prestur heldur, að Jóni gangi að eins til
hatur til sín og góðra siöa, og álítur hann sér mestan Þránd í götu
í helztu áhugamálum sínum. Reyndar dofnar smámsaman nokkuð
yt'ir þessum fjandskap; þeir mætast jafnvel eftir nokkurn tíma til
samvinnu á ymsum sviðum, en mikill kali helzt þó með þeim um
mörg ár. En börn þeirra, sonur Jóns og dóttir síra Einars, draga
sig saman og trúlofast á laun; þora ekki að láta þetta uppskátt