Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1918, Page 89

Skírnir - 01.12.1918, Page 89
■Skirnir] Ritfregnir 375 fram, hve vel það tekst höfundinum að segja óhlutdrægnislega frá. ,Fá báðir aðalmenn yfirleitt að njóta sín, án þess að hallað sé á skoðanir annars hvors. Eg hef notað orðið prédikun í sambandi við bækur þær, er eg ■nú nefndi. En það er ekki svo að skilja, að hér sé um nokkurn væminn prestavaðal að ræða eða fortalnamærð. Það er talað og ■rökrætt allmikið í þessum bókum, en þó ekki svo að það spilii listagildi þeirra. Skoðanir höfundanna koma glögglega í ljós, en -ó b e i n 1 í n i s ; öllu er komið fyrir á eðlilegan hátt samkvæmt öllum listreglum. Samræðurnar verða engan veginn þreytandi, þvert á móti eru þær skemtilegar aflestrar, og fjörlausa kafla er •hvergi að finna, nema ef til vill í fyrstu köflum »Jóns á Vatnsenda«. Jóni Trausta — öðru mesta sagnaskáldi Islendinga nú .orðið — hefir stundum verið borið á brýn, að houum væri nokkuð gjarnt á það að láta persónur sínar prédika helzti til mikið. Það er nokkuð til í því. Skáldið ber svo mikið í brjósti sér, að honum verður stundum á að halda skoðunum sínum svo fast að lesendun- um, að orðfæri og listagildi bóka hans rýrist við það. List Jóns Trausta er heldur ekki falin í djúptækri sálarþekkingu, í skarp- h e y r n, heldur í skarp s k y g n i. Hann sér betur en hann heyrir, • enda er hann gæddur allmiklum hæfileikum til myndalistarinnar. Margar persónur í sögum (einkum sveitasögum) hans standa með skýr- um dráttum fyrir hugskotssjónum lesandans löngu eftir lesturinn. Jóni Trausta lætur einkum að lýsa einkennilegum og mlkilfenglegum mönnum, sem eru gæddir einbeittum vilja eða hafa skoðanir, er þykja frábrugðnar skoðunum lýðsins, eða þá einkennilegum ræflum, er lifa á skuggahlið tilverunnar. Að sumu leyti er Jón Trausti eins konar íslenzkur Charles Dickens — mutatis mutandis. Bessi Gamlí, gamansaga úr Reykjavík (Rvík 1918. Útg. Þorsteinn Gíslason) afneitar ekki uppruna sínum. Hér er prédikað enn þá meira en í fyrnefndum bókum og víða beinlínis, öll framsetningin miklu hugrænni. Það ber jafnvel meira á þess- um einkunnum í þessari sögu en í fyrri bókum höfundarins. Þar sem nú þetta alt er alment talinn ókostur á skáldsögu, skyldu menn halda, að þessi aaga væri lélegasta bók höfundarins. En svo er þó eigi. Jón Trausti kallar bókina gamansögUj en saga í eiginlegri merkingu orðsins er hún ekki. Höfundurinn hefir ekki skeytt um að semja reglulega sögu í þetta skifti, hefir óskað að hafa frjálsar hendur. En hann hefir notað söguformið, af því að það lætur honum bezt; er.da myndi hrein hugvekja eða blaðagreinir

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.