Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1918, Page 94

Skírnir - 01.12.1918, Page 94
380 Ritfregnir [Skirnir látlaus. Þegar hún óvart sér Böövar nakinn á sundi í Svartá og. á hlaupi með fram henni, kemur henni ekkert ljótt í huga, og hún verður ekki sórlega feimin. Enda segir Gunnar vib hana: »Þú þarft ekki að hugsa, Unnur mín, að það só neitt ljótt í því, þótt þú hafir séð hann nakiun. Það er ekkert óhreint við það. Ef um eitthvað óhreint er að rœða, þá er það frá okkur sjálfum. Þá er sál okkar ekki hrein, hugsunarhátturinn spiltur. Fagur líkami er hið allra fegursta af öllu því fagra, sem guð hefir skapað.« Nokkuð ófimlega komist að orði. — Hefir skáldið lesið »Gertrude Coldbjörn- sen« eftir Erik Skram (6. k.), })ar sem hugsunin er fimlegar orðuð? Annars er eitthvað í sögu þessari, sem helzt minnir á sumar sögur Björnstjerne BjörnBon, nema að norska skáldið notar sterkari liti og sk/rari strik. Axel Thorsteinsson er linari. En bæði er blærinn í N e i s t a mjög svipuð þeim, sem er á sögum Björnson, og minna lyndiseinxunnir ýmsra persóna einnig á ýmsar persónur í sögum norska skáldsins. Axel Thorsteinsson er nú kominn í skáldasessinn. Mikils má vænta af honum — ef Island fær hann aftur úr heljargreipum. Gnnnar GnnnarsBon Smaa Historier. N y S a m 1 i n g. (Gyldendalske Boghandel 1918). Um Gunnar Gunnarsson er það að Begja, að hann getur naumast lengur talist íslenzkur höfundur. Það er ekki það eitt, að hann skrifar sögur sínar á döusku og verð- ur að iáta aðra þýða þær á íslenzku. A n d i n n í sögum hans er yfirleitt ekki íslenzkur. Það er svo margt, sem kemur Islendingum, og þeim sem þekkja til þeirra, eitthvað svo kynlega fyrir sjónir. Það getur nú reyndar verið, að sumt af því, sem menn hór (í Reykjavík og víðai) kannast ekki almennilega við, só austfirzkt, eius og Sigurður Guðmundsson magister hefir bent á. En með því er ekki alt skýrt. I þessum smásögum get eg ekki fundið neitt, sem gæti ekki eins vel verið danskt, að nöfnunum undanskildum. Er það þ e s s vegna að höfuudurinn notar íslenzkar nafnamyndir? Þykja mér þær nokkuð óþægilegar í danskri bók og auk þess óhentugar.1) Ef við breytum mannanöfnum og staðarnöfnum, verð- ur afarlítið íslenzkt eftir. Getur verið, að lyndiseinkunnir skip- *) Danir geta fæstir borið rétt fram önnur eins nöfn og It u n k i, Sæmundur, Sigmundur, Jón, Snóksdal, Hafliöi; munu eflaust segja Rúnki, Sæmúndúr, Sígmúndúr, Jön, Snukks- dal, Hafflidí. Það nær heldur engri átt aö nota þágufallið H a m r i i danskii bók.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.