Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 17

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 17
IÐUNN Járnöld hin nýja. 115'. arlaust förunautar hinnar nýjú járnaldar. Þetta er út- sýni borgarans yfir jiessi mál. Og úrræði hans er í því fólgið að byggja Colosseum — afdrep, par siem lýð- urinn geti gleymt hörmum sínum og skorti, áhuga- málum og sál, rétti sínum og köllun. En frá sjónarmiði hinnar nýju æsku í heiminum horfir málið alt öðru vísi við: Atvinnuleysið pýðir í insta eðli sínu ekki annað en aÖ kraftar hafa verið leystir úr ánauð fyrir tilstuðlan vðlanna, örbirgðin ekkj annað en pað, að verðmætið, sem málmjötuninn, stað- gengill mannanna, framjeiðir, er stöðvað á leið sinnj til eigendanna, purfendanna. Það hafnar hjá þeim fáu,. sem samkvæmt úreltum siðaskoðunum gátu merkt sér til eignar ávöxt mannlegs vitsproska. Eirðarleysið þýðir,. að sparikrafturinn hefir enn ekki fengið viðfangsefni — andlega hungrið, að gagnvart hinum miklu dyngjum efnisverðmæta skortir hugi mannanna andleg verðmæti. En petta mun ekki verða svo um aldur og æfi. Spari- krafturinn mun um stund eyða sér í öfgum og afglöp- um, en að lokum tekur hann að samhæfa lífsumhverfi sitt og félagsskipulag starfsháttum sínum og fram- ledðslumagni. Þetta er eina stóra viðfangsefnið, sem bíður hinna vaxandi hersveita, sem járnöldin leysir úr ápján — starfssvið þessara frelsingja miannvits og inálms. Þar finnur sköpunargáfa mannanna sér fram- vegis starfssvið, par mun hún eyða og framleiða, um- turna og reisa úr rústum. Og ný félagsform verða á- vöxtur þeirrar orku, er áður var varið til pess að prjóna sokka og rista með spaða ofan af púfum. Og fegurð vélanna á eftir að seitla inn í hugi vora, vera par til staðar sem tákn hins starfandi lífs á helgi- stundum sálarinnar, í bænum og vonum og framtíðar- draumum. Vér munum læra að blessa „hina blikandi

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.