Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 68
166 Bylurinn. iðunn hingað til gert honum aðvart um hverja hættu. En nú er eins og hann sé búinn að ganga af henni dauðri eða ofbjóða henni svo, að hún láti ekki á sér bæra. Hann er eins og maður, sem eygir björg og steypir sér áfram í áttina pangað, sem hana er að finna. Dröbakken hefir aldrei orðið aflfátt, og honum dettur ])að ekki í hug, að það komi frekar fyrir hann nú en endranær. Eins heldur hann að sé um hina. Hann er pess hreint og beint óvitandi, að fullorðinn karlmaður geti orðið fyrir pví, sem sé honum ofurefli. — Jönnem hugsar sem svo, að hann hafi nú einu sinni látiö leiðast út í þetta — og nú séu þeir að líkindum komnir það langt, að auðveldara sé að komast í sæluhúskofann en að snúa við. Nú ríði bara á að seiglast. Hann prísar sig ,sælan meðan ekki hvessir. En undir niðri er hann hræddur, og hræðslan lamar þrek hans mest. Mjöllin er dúnmjúk og bráðnar á heitum kinnum þeirra félaga. Og dúnmjúkt er undir skíðunum. Félagarnir fjórir þokast hljóðlaust gegnum mugguna. Enn þá sjá þeir móa hver fyrir öðrum. En brátt verða þeir drifhvítir og verða ekki greindir frá muggunni- Þeir verða að ganga hlið við hlið til að týna ekki hver öðrum. Og þegar þeir líta hver á annan, er eins og ]ieir horfi á snjókerlingar, sem þokist hljóðLaust áfram. Þeir koma að vestasta vatninu á heiðinni. Snjókoman verður þurrari, og þeir kenna sviða í kinnunum. Og uppi yfir sér eða langt í burtu heyra þeir eins og sog eða undarlegan nið — og hljóðið færist nær, færist nær með meiri og meiri hraða. Það fer að vinda vinda, svo að um munar. Nú er það ekki lengur dún- mjúk mjöll, sem úr loftinu kemur. Nú er eins og rigm hvítum nálum, sem-stinga og brenna andlitið — eða

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.