Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 83

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 83
ÍÐUNN Ferðaminningar. 181 Öll framkoma leikandanna vitnaði um fullkomna sam- stilling vísinda og listar. Alt leið hratt og eðlilega fyrir sjónum áheyrandanna, og hvergi nokkurs staðar var slakað á hinuni dramatiska krafti. Pað eina, sem rauf ])essa göfugu samstilling, var sifelt hvískur og skvaldur i tveim eða [irem ólögulegum dökkleitum karlmönnum og álíka niörgum viðbjóðslegum kven- mönnum, sem sátu rétt fyrir aftan mig. Þau tugðu lát- laust gúmmí og töluðu frönsku — og linuöu aldrei á skvaldrinu, ])ó að ég og aðrir menn reyndum að sussa niður i þeim, og man ég ekki betur en surnir Svíanna liti kuldalega til þeirra um leið. Þetta fólk beið eftir einvíginu, sem fór fram í leiknum, beið eftir því að heyra byssuskot, finna lykt af rjúkandi púðri og sjá einn af aðalleiköndunum hníga til jarðar eins og dauð- vona mann. Þá nenti það ekki að bíða eftir meiru, en masaði smekklausar athugasemdir á frönsku u,m söng- leikinn, og síðan labbaði þessi erlenda samkunda út úr leikhúsinu í miðjum þætti með fasi, sem minnir á bgrisdýr, sem sleikja út um og eru að enda við máltíð ;fit' hráu nautaketi, sárgröm yfir þvi, að fá ekki að rífa áhorfandann, handan við járngrindurnar, í smátætlur. Og söngleiknum lýkur. Leikendurnir eru klapp- aöir fram og hyltir af hrifnum áheyröndum. Jafnvel söngvarinn, se,m féll í einvíginu, kemur brosandi fram á sviðið og hneigir sig. Þá ætlar fagnaðarlátum áheyr^ ðndanna ekki að linna. Loks hrapar tjaldið, og járn- tjaldið sígur hægt niður eins og miskunnarlaus skapa- hótnur.-------- Daginn eftir er sólskin og blíðviðri. Ég sé það í hendi 'úér, að það er algerlega misráðið að sitja við lestur í dag, svo að ég setm, um það við forstöðumann bóka- safnsins, að senda mér heldur nauðsynleg handrit til 'ðunn xv. 11

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.