Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1934, Page 108

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1934, Page 108
266 Orðið er laust. IÐUNN aðalatriðið og það, sem mest á riður. Ég tel )iá menn stór- skáld, sem með miklum hugsjónum orka á hugi þjóðanna og megna þannig að yrkja raunverulega fegurð inn i lífið. Hitt getur verið gott, að sjá það, sem aflaga fer, en sjálft megin- viðfangsefni hinnar skáldlegu ímyndunar er þó stórkosflega miklu meira: það er að benda á frumlinurnar að þvi ríki, sem koma skal. Ef til vill skilur nú vinur minn, Laxness, betur, hvers vegna ég mintist á spámennina í sömu andránni og skáldskap hans. Mér virðist hann hafa arnaraugu spámanns- ins fyrir þvi, sem ábótavant er, en tæplega hið trúarlega hug- siníðaafl til að benda fram á leið og gefa mönnum traustið á því, að baráttan sé til nokkurrar vonar. En ef til vill hefi ég misskilið rithöfundinn að þessu leyti, og teldi ég þá vel farið, ef allir aðrir skildu hann betur. Tæp- lega virðist inér þó þessi grein lians miða að því að vekja iniklar vonir um, að ég hafi gert honum stórlega rangt til í dómi mínum. Hann getur ekki nógsamlega hneykslast á því, að gömul bókmentajijóð, eins og vér Íslendingar, skulum hafa »villimannast svo«, að fara að leggja siðferðilegan mælikvarða á bókmentir. Þykja honum »hinar mentuðu þjóðir«, Svíar og Danir, standa okkur langt um framar að þessu leyti og finst mikið til um. Ekkert skal ég segja um þetta. En það er al- kunna, að með stórþjóðunum, þar sem gróðavegur er að því að gefa út bækur í miljónum eintaka, kaupa bókaforlögin iðu- lega ritdæinendurna til að skrifa lof uni hvað sem er. Og þó að klám sé nú mjög í tísku i bókmentuni, einkum af þvi að það hefir reynst »góður seljari«, þá sannar það ekki, að þetta sé æskileg tegund bókmenta eða hafi mikið skáldskapargildi. Það sannar að eins, að rithöfundar og útgefendur selja gáfur sinar við hæsta boð á markaði Mammons. Hitt er furðu barna- legt, að hugsa sér, að sitt hvað hljóti að vera gott að eins af því, að stór þjóð hælir því. En hvað sem þessu líður, þá vil ég, af jivi að svo margt heimskulegt orð hefir verið leyst út af því, að það sé »Iítt þol- andi« að dæma um bækur út frá trúarlegu eða siðferðilegu sjónarmiði — spyrja þessa spekinga að jiví, hvernig það sé yfirleitt unt að dæma um nokkurn skapaðan hlut öðru vísi? Mér er þetta n. I. alls ekki ljóst. Veit ég vel, að trúar og siða- skoðanir manna eru á ýmsa lund, en hvernig sem að er farið,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.