Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 36

Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 36
114 KIRKJURITIÐ lærisveina hans? Og þó að sá vandi væri leystur, og vér værum viss um að orðið væri örugglega geymt í hinni helgu bók: Hvemig á þá að túlka það og skilja? Hlýtur ekki hver og einn að gera það, eins og hann hefir vit til, og er þá einmitt ekki hætt við því, að gerspillingin valdi því, að orð Guðs umhverfist hjá oss í lygi? Ég man t. d. ekkert um það í bráðina, hvar Jesús talar um hið ger- spillta eðli mannanna, eða um það Guðs orð í Biblíunni, sem sé „eina leiðin“ milli Guðs og manns. Ekki man ég heldur eftir því, hvar hann talar um, að menn þurfi að hafa rétta trú, til þess að Guð geti fengið af sér að fyrir- gefa þeim. 1 sögunni um týnda soninn kemur ekkert því- líkt fram. Þegar allt kemur til alls, virðast þessir prestar setja traust sitt öllu meir á guðfræði hinna gerspilltu en orð meistarans sjálfs. Allur hugsunarháttur þeirra er svo skelfilega ruglingslegur og fáráðningslegur að furðu- legt er. Sýnist höfundurinn helzt vera snortinn af guð- fræði Barths, sem er eitt hið óhugnanlegasta moldviðri, sem komið hefir fram í þeirri grein á síðari öldum. Sem skoplegt dæmi um þröngsýni þessara presta má nefna það, að þegar Gunnar Sjenstedt, sem er náinn sam- starfsmaður Torviks prests og einn hinn mesti safnaðar- stólpi, fer að impra á því, að maðurinn verði að hafa nokkurt samvizkufrelsi, blöskrar presti svo mjög, að alveg gengur fram af honum. „Gunnar, meinar þú það, að þú setjir það, sem þér finnst Guð vísa þér til, ofar Guðs orði?“ (Gáfuleg spurning!) Þessu svarar Gunnar játandi. Getur prestur þá ekki lengur átt samleið með honum. En sagan er ekki búin. Þessi villa Gunnars ber brátt ægilegan ávöxt. Trúvillingurinn eignast barn með vinnu- konu sinni. Allt virðist það vera með góðu samkomulagi gert á báðar hliðar og hvorugt telja á annað. En nú verður prestur svo alvarlega skelfdur yfir syndinni, að honum verður þetta að orði: „Hafi ég ekki trúað því áður, að djöfullinn sé til, þá geri ég það nú. Hér sést verk hans svo, að þukla má á því“ (bls. 290). „Hefði Gunnar fylgt

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.