Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1971, Síða 12

Kirkjuritið - 01.04.1971, Síða 12
— Krakkar á mínum aldri hugsa ekki um Guðs orð, — eða a. m. k. mjög lítið, segir Magnús. — Þeir tala ekki um það, segir Helgi. María spyr, hvort það sé ekki mik- ið af feimni. Hún heldur, að ein- hverjir leiði áreiðanlega hugann að þessu. Og Helgi spyr, hvort nokkurn tíma sé rœtt um kristindóm í skólum almennt. Hann býst við, að allir líti á slíkt sem einkamál. Síðan berst talið að því, að sumir menn vilji halda því að unglingum, að ekki sé fínt að vera trúaður eða a. m. k. ekki fínt að láta uppi trú sína. Miklu fremur sé fínt að vera trúlaus. Við séra Ólafur þykjumst raunar kannast við slík fínheit eða ófínheit frá œsku okkar. Hins vegar er það álit okkar beggja einnig, að ungt fólk sé nú frjálslegra og hispurslaus- ara í afstöðu sinni til trúmála en áð- ur var. Séra Ólafur kveðst t. d. hafa þá reynslu, að nú á síðustu árum sé miklu hœgara að fá ungt fólk til þess að taka þátt í helgihaldi heldur en var fyrir nokkrum árum, þegar hann var að hefja starf sitt sem œskulýðs- fulltrúi. Magnús minnist á, að hœðni og glósur þeirra, sem eru á móti, hafi mikil áhrif. Þau eru sammála um, að meira beri yfirleitt á þeim, sem eru á móti. Sé nefnt að fara í kirkju, þá fái það yfirleitt engar jákvœðar undirtektir, en alltaf séu einhverjir reiðubúnir að vera á móti. — Er þetta ekki bara feimni á yfirborðinu, — svona meðal kunn- ingjanna? segir Helgi. Hann heldur, að margur, sem talar eins og trú- leysingi, hugsi kannski allt annað en hann lœtur uppi. Séra Ólafur víkur aftur að því, sem María vakti máls á, hinum óbeina þrýstingi heimilanna. Hann álítur, að það hafi mjög mikil áhrif, að ferm- ing er talin „sjálfsagður hlutur'' á heimilinu. Þar með er barnið leyst frá því að þurfa að taka afstöðu, og jafnvel þótt prestur reyni að leiða því fyrir sjónir, að nú eigi það að standa á eigin fótum í játningunni, þá verður þetta höfuð þröskuldurinn. — Það hringdi til mín móðir í dag, segir hann. Hún sagði: „Dóttir mín, hún veit ekki, hvort hún er nógu góð til þess að fermast." — Sú stúlka er þó sennilega einhver trú- aðasti unglingur, sem ég hef kynnzt í fermingarundirbúningi. Og móðirin hefur áhyggjur. „Ja, maður er nú búinn að reikna með því, að ferm- ingin sé," segir hún. — Að eitthvað sé að, ef hún verði ekki, segir María. — Þá er þessi unglingur búinn að taka afstöðu. Hún hefur hugsað mikið um þetta, segir Magnús. María hefur orð á þvl, að þessi stúlka muni vera ein af fáum, sem hugsa mikið um ferminguna og þá tvo kosti, sem völ er á. Þau telja, að fermingarbörn hugsi yfirleitt mjög lítið um málið, afstaða foreldra og undirbúningur heima með aðdrag- anda sinum ráði mestu. Helgi nefnir einnig áhrif félaganna í skólanum. — Vœri ég einn ófermdur í bekkn- um, segir hann, þá yrði allt að því gert aðkast að mér. 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.