Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1971, Side 34

Kirkjuritið - 01.04.1971, Side 34
tíma var hið síðasta stig trúfrœðsl- unar lengt í sex vikur. Þessi endur- skipulagning ótti að tryggja betri þátttöku allra, en í þessari lengingu reynslutímans fólst einnig lenging föstunnar, sem honum tilheyrði. Á sunnudögum var ekki fastað. Sunnu- dagar tilheyra ekki föstunni og svo er enn. Virkir dagar og föstudagar urðu nú 36 og nefndu sumir þennan tíma tíund árs, sem helguð er Guði. Staðfesta kristinna manna var einkenni trúar þeirra. Þeir þurftu þessarar staðfestu við í fjandsam- legu umhverfi og þeir lögðu sig alla fram um það, að trú þeirra yrði ekki fyrir lasti vegna veiklyndis og hálf- velgju. Konstantin mikli, keisari leyfði kristna trú í ríki sinu með Milano- tilskipuninni svonefndu árið 313. Ekki var það eingöngu, að hann leyfði kristna trú, heldur veitti hann kristnum mönnum forréttindi. Þetta varð til þess, að mjög slaknaði á at- huga öllum. Menn gerðust kristnir, margir af hagsýnisástœðum og að nafninu til, því að trúnemarnir töldust kristnir meðal almennings, þótt aldrei vœru þeir, margir hverjir, kjörnir til skírn- ar og stóðu svo á trúnemastigi alla œvi, þar til dauðinn fór að, þá voru sumir skírðir. Þannig var um Konst- antín keisara sjálfan. Á þessum tíma, og við þessar að- stœður, var enn lögð mikil rœkt við trúfrœðsluna. Svo var það á 7. öld að fastan var enn lengd um 4 daga og varð nú 40 daga fasta. Var þá vitnað til föstu frelsarans í eyðimörk. Fastan hófst því á miðvikudegi þeim, sem nefnist öskudagur og stendur enn. Hér við bœttist og það, að fastan varð skyldugur tími til trúariðkunar og sjálfsaga allra kristinna manna. Þessi tími var sameiginlegt átak allrar kirkjunnar frá biskupi til þess, sem var að nema frœðin, átak til að lifa svo þennan tíma, að kristnum mönnum hcefði. En er hér var komið sögu hefir fullorðnum trúnemurn fœkkað mjög, svo að þessi siðasti reynslutími þeirra fyrir skírn fœr nú á sig það einkenni að verða iðrunar- og yfirbótartími, trúarlegur endur- hœfingar- og undirbúningstími hinn- ar miklu hátíðar, páskanna. Það var einkar nauðsynlegt fyrir hið kristna samfélag að hafa slíkan endurhœf- ingartíma, einkum þegar allur þorri manna var kristinn orðinn og mjög margir að nafninu til. Þessi árlegi tími sjálfsaga minnti hina kœringar- lausu nafnkristnu menn, jafnt sem hina einlœgu trúuðu menn, á höfuð- kröfu kristinna lífshátta, sem Páll postuli hafði á sínum tíma kunngjört söfnuðinum í Róm með þessum orð- um: „Hegðið yður ekki eftir öld þess- ari, heldur takið háttaskipti með end- urnýjungu hugarfarsins. í Vesturkirkjunni, og þá einnig vor á meðal, hefst langafastan á ösku- dag. í Austurkirkjunni er einnig 40 daga fasta, en þar er hvorki fastað á laugardögum né sunnudögum, svo að föstutíminn þar varð 8 vikna tími- Þessi lengri undirbúningstími hafði þau áhrif á Vesturkirkjuna, að enn var bœtt við, svo að úr varð nokkurs konar forfasta, sem með lönguföstu nefnist niuvikna fasta. Forfastan vat ekki eins ströng.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.