Kirkjuritið - 01.10.1971, Qupperneq 16
Guð, ég á þig að, ég er i höndum þínum." Með þessum orðum er ekki sagf
neitt, sem bendir til syndleysis. En þegar vér rekumst á orð eins og þessi h|a
Lúter hér á undan, vitum vér, að hann notar orðið heilagur ekki i þeirr'
merkingu, sem oft er sjálfsögðust hjá fólki.
„Samt ertu heilagur," segir Lúter. „En þú segir," heldur hann áfram, „HvermS
get ég veriS heilagur, þegar ég hef og skynja syndina?" Það er gott, að þu
finnur syndina og kannast við hana. Fœrðu Guði þakkir; örvœntu eigi.
er í áttina til heilsu, þegar sjúkur maður kannast við og játar sjúkdóm sinn-
„En hvernig á ég að frelsast frá syndinni?" Skundaðu til Krists, lœknisin5'
sem lœknar sundurkramin hjörtu og frelsar syndara. Fylgdu ekki dómi skyf'
seminnar, sem segir, að hann reiðist syndurum. En trúðu á hann, þegar Þu
hefur unnið á skynseminni. Ef þú trúir, erfu réttlátur, því að þú heiðrar hanrií
að hann sé almáttugur, miskunnsamur, sannur o. s. frv. Þú réttlœtir og lof°r
Guð, í stuttu máli: eignar honum guðdóm og allt. Það, sem eftir er af synd hi°
þér, er þér ekki tilreiknað, heldur fyrirgefið vegna Krists, sem þú trúir á. Hann
er fullkomlega réttlátur, og réttlœti hans er þitt, synd þin hans."
Sá, sem þetta les, gœti þess að misskilja ekki Lúter. Hann er ekki að boða
réttlœti I merkingu almennrar siðfrœði. Hann er ekki að segja, að syndarinr1
sé orðinn réttlátur og lýtalaus á siðferðilegan mœlikvarða. Hann er að segia
þeim manni, sem er örvœntingu nœr út af skortinum á réttlœti, að það sé ^
önnur leið til réttlœtis en leið siðfrœðinnar, leið trúarinnar á Krist.
Svo heldur Lúter áfram:
„Af þessu sjáum vér, að hver og einn kristinn maður er prestur. Því að fyrs*
fœrir hann skynsemi sína og hyggju holdsins að fórn, síðan vegsamar har'n
Guð, hinn réttláta, sanna, þolinmóða, líknsama og miskunnsama. Því að þetto
er hin daglega fórn kveld og morgun í hinum nýja sáttmála, kveldfórn oð
deyða skynsemina, morgunfórn að vegsama Guð. Þannig er kristinn maður
daglega og sifellt í þessu starfi og notum þess, og enginn getur nœgileg0
boðað verðmœti og gildi hinnar kristnu fórnar. Því er kristilegt réttlœti guðleg
tilreiknun réttlœtis eða til réttlœtis vegna trúarinnar á Krist eða vegna Krists-
Þessi seinusfu orð sef ég hér á latínu vegna þeirra, sem njóta þeirra betur
þannig, því erfitt er að íslenzka þau.
„Est itaque christiana justitia imputatio divina pro justitia vel ad justitiam
propter fidem in Christum, vel propter Cristum."
14
A