Jörð - 01.08.1931, Side 13

Jörð - 01.08.1931, Side 13
Jörð] TRÚIN I JESÚ NAFNI 11 hún veit, að allt náttúrlegt er heilagt að hugsjón þess, sem og hitt, að allt sem sannheilagt er, er og, þegar til kemur, manninum hið náttúrlegasta af öllu. Deyðir hún ekkert sem upprunalegt er og eðlilegt; því það er allt verk Skaparans og harla gott; heldur helgar það að til- gangi Hans; »yfirklæðir hið dauðlega hinu ódauðlega«. Að sérhverju mannlegu verkefni snýr hún sér til að helga það og blessa. Ekkert mannlegt fyrirlítur húri eða lætur sér óviðkomandi. Hún skiftir ekki heiminum og því, sem í honum er, í heilagt og óheilagt á þann hátt, að hún telji sum atriði heilög, hvernig sem með þau er farið; en önn- ur óheilög, hvernig sem á er haldið. Heldur telur hún allt heilagt eða óheilagt eftir þvi, hvernig með er farið. Hún ræðst með öðrum orðum í að helga sérhvert náttúrlegt at- riði tilverunnar. Þess vegna telur hún t. d. engu skifta, hvers neytt er til fæðslu og hressingar; einungis verði það ekki til að skaða neytandann eða hneyksla náunga hans (koma honum til að hrasa). »Allt skapað og allt, sem úr því má vinna, er til þess, að þess sé neytt við skynsamlega notkun«. (Páll postuli). »Því Guð leit yfir verk sitt og sá, að það var harla gott«. í öllu sér Jesú trú hæfileika til helgunar og eilífs lífs, hversu rangsnúið og niðurgrafið, vanrækt og hégómlegt, sem það kann að vera. »1 kærleikanum trúir sá öllu«, er Jesú trú hefir, »vonar allt, umber allt«, og breytir þannig hverju hismi, er trú hans nær að snerta, í helgan dóm. Því sá, sem trúir í Jesú nafni, reiðir sig ekki á sjálfan sig eða verðleik sinn eða hæfileika, — heldur Guð í sjálfum sér og yfir sér — og öðrum; náð og mátt Heilags Anda, sem Guð gefur honum og öðrum fyrir trúna í Jesú nafni. »Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur Kristur í mér«. Þessi orð Páls postula getur sá, er trúir, tekið sér í munn, að svo miklu leyti, sem hann trúir. í J E S ú Kristi hefir mannkyninu verið gefin »skyn- samleg guðsdýrkun« (Róm. 12). Þvi er »ok hans indælt og byrði hans létt«.

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.