Jörð - 01.08.1931, Side 20

Jörð - 01.08.1931, Side 20
1S í GAMLA DAGA [Jörð ur að lit og vargur að stærð. Skuggi var einhver dugleg- asti hrossahundur. Enginn hestur var sá gikkur, að Skuggi ræki hann ekki að vild sinni. Á Sólheimum var einnig hrossahundur ágætur, er Vaskur hét; var hann í öllu jafnvígur Skugga. Áttu þeir venjulega mestan þátt í því, hvernig gekk með hrossin. Báðir voru þeir vitrir og vissu, hvert hrossin átti að reka. Þegar annarhvor þóttist hafa miður, ruku þeir saman, og lenti þá í blóðugum á- flogum hjá þeim. Og svo magnaðist hatur milli þeirra, að hvar sem þeir sáust, ruku þeir saman. Svo magnaðist og kappið um að ná í hrossin, að strákarnir frá hvorum stað smöluðu öllu í sína tröð, hvar sem hrossin voru, ef þeir urðu fyrri til. Eitthvert kvöld í ágústmánuði, var stórhirðing í Eyj- arhólum; var þá ekki farið að traða, fyr en rökkva tók. Var þá sendur strákur með Skugga, en vegna heyanna varð hanii að fara gangandi og átti að taka hross í Eyja- velli — svo hét hrossahaginn. En þegar í Völlinn kom, var þar ekkert hross að finna. Svo var og í Sólheimavelli (svo hét hrossahagi Sólheima). Ekkert hross fannst, því Sólheima-strákar höfðu þegar rekið allt stóðið í tröðina hjá sér. Urðu þeir Skuggi við svo búið að hverfa heim. Næsta dag var snemma smalað frá Eyjarhólum, og öll hross tekin í Völlunum og rekin í tröðina þar. Um nóttina brugðu Sólheimingar sér austur að Eyjarhólatröð og hleyptu öllu út úr henni. Voru hrossin um morguninn komin víðsvegar og sum í slægjumýrina. — óx við þetta kritur milli bæja, sem helzt kom þó i ljós milli hrossa- smalanna, og gekk í ýmsum skærum þeirra í milli; og þar kom brátt, að Sólheimingar tóku enn öll hross úr Eyjar- velli og settu í sína tröð. En — þessa nótt fóru karlmenn frá Eyjarhólum og sóktu brúkunarhrossin sín í tröðina, en hleyptu stóðinu öllu út. Stóðu hrossin þá nótt í Sól- heimanesi, sem er slægjuland Sólheima. Þegar þessu kappi hafði farið fram um hríð, höfðu bændurnir frá Sólheimum og Ey fund með sér um þessi mál. Var þar margt að kæra á báðar hliðar, svo sem á- gang hrossa á beggja lönd, hrossatöku í óleyfi og þó eink-

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.