Jörð - 01.08.1931, Side 25

Jörð - 01.08.1931, Side 25
Jörð] í GAMLA DAGA 23 í kljár við Árna, sjómann þann, ér steininn fékk í nefið. Hæddist hann að nefsárinu og gerði lítið úr Bleikaling. Árna gramdist þetta og bauð Vigfúsi í glímu. Voru þá borð upp sett á túninu, og veitt þar vín og kaffi, eins og hver vildi hafa. Glímdu þá margir og gerðist þjark og deilur um úrslitin. Árni fór mjög halloka fyrir Vigfúsi og að síðustu féll hann i bæjarlækinn og rennblotnaði. Eftir það lagðist hann fyrir úti á túni og svaf lengi. Smámsaman tíndust og fleiri veizlugestirnir, en aðrir að- vífandi bættust í skörðin. Hélzt fögnuður þessi fram til næsta morguns. í hrófveizlunni réði formaðurinn háseta fyrir næstu vertíð, og sleit veizlunni með því, að byrgja hvern einn hásetanna upp með ferðapela heim. ---r---------------- Samlíf þjóðar við náttúru lands síns. i. Þ J ó Ð er óhugsanleg án sérstaks lands, er hún lifi í. Untantekningar sanna, að segja má, regluna. Úr því að þjóð er óhugsanleg án lands, er tilheyri henni, þá er auðskilið, að hún hlýtur að verða fyrir djúpum og víð- tækum áhrifum af því. Án þess væri hún ekki sú, sem hún er. Á þetta enganveginn aðeins við um atvinnuna, afkomuna, heldur er hér engu síður um bein persónuleg áhrif að ræða. Landslag og loftslag og útilíf þjóðarinnar eru vissulega áhi'ifadrjúgir aðiljar, að því er snertir þjóðlíf, þjóðhreysti, þjóðsál. Er fagurt og tignarlegt landslay ekki hæfilegt til að lyfta hug þjóðarinnar í hví- vetna? Hvað er augljósara en það, að veðrið hefir áhrif bæði á skap vort og útivist og ýmislega líðun? Hvað er trúlegra en að ríkuleg útivist, hvort heldur er á vegum

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.