Jörð - 01.08.1931, Page 28

Jörð - 01.08.1931, Page 28
26 SAMLIF ÞJÓÐAR VIÐ NÁTTÚRU LANDS SINS [Jörð andanum; geiginn við, að hin ömurlega í'eynsla um úr- kynjun og endalok margrar undanfarinnar menningar, sé nú tekin að hrína á menningarþjóðum nútímans. Það er eins og einhver dulrænn ofsi sé — síðan um styrjöld — hiaupinn í spillingu þá, sem ævinlega hefir verið skuggi menningar. Alls konar óeðli magnast. Náttúran er tröðkuð í duftið. Það þarf ekki að ætla, að stefnan verði til lífs, nema almenningurinn eignist lotningu gagn- vart heilbrigðri náttúru á öllum vegum hennar. En und- irstaðan að allri heilbrigðri náttúrutilfinning er — í stórum dráttum skoðað — samlífið við náttúru landsins. Annars hefir menning í sjálfu sér einskonar tilhneig- ingu til að stía þjóðunum frá náttúrunni, um leið og hún gerir þær óháðari henni. Hestaferðalag t. d. er bæði í sjálfu sér nákomnara náttúrunni en bílferð, og haglegra til þroska. Auðvitað er framför að bílnum og öðrum menningartækjum — en hagurinn af þeim verður þó verri en vafasamur, ef að þau eru keypt því verði, að samlíf þjóðar við náttúru lands síns rými æ meir. »Því hvaða endurgjald skyldi maður geta gefið fyrir sál sína!« Menningarþjóðir verða þess vegna að hafa á því vakandi gætur, að útilíf þeirra rýrni ekki til stórra muna við framfarirnar. Þær verða að finna nýjar leiðir að barmi náttúru landa sinn'a, er hinar gömlu þrengjast og lokast. Og þær verða að finna einhver ráð handa hinum fjöl- menna lýð, sem þegar hefir um langan aldur verið svo að segja útilokaður frá náttúru landa sinna, að nokkuru leyti vegna erviðra kjara, en að sumu leyti vegna eigin sinnuleysis. L I F A N D I samband þjóðar við náttúru lands síns enduraærirogheldur öflugri hverskyns náttúrugáfu henn- ar til líkams og sálar, ver hana spillingu og gerir hana l'rjóa í sérhverju heilbrigðu tilliti. Menningu þjóða nú- tímans verður ekki bjargað, nema þær beri giftu til að kannast við, hvað til friðar heyrir í þessu efni. (Frh.)

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.