Jörð - 01.08.1931, Síða 38
DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI [Jöið
3(>
veginn að koma inn um eftir langa og þögula fjarveru í
framandi löndum. Því dásamlegur var æskuskáldskapur
Davíðs.
»N Ý K VÆ Ð 1« berast oss í hendur. Vér lesum »Hall-
freð« og »Hrærelc«. »Of veikur, of veikur!« Kvíðinn verð-
ur að ótta: hann stælir sjálfan sig! Þó koma fyrir í »Hræ-
reki« ijóðlínur þessar:
»Klafabuudinn konungsvilja
kotungamir skilja.
Konungssál í kotungsflíkum
kvelst með sínum líkum«. /
Lesandinn hrekkur við. Þetta er líkt og lítil en snögg
vindkviða á mollulegum degi. Skyldi hún boða sterkveð-
ur, eins og þau gera ósjaldan, sum þessi stuttu, snöggu
stormköst? Hægt, með magnaðri athygli teigar lesandinn
»Brot úr loflwæði Lárentiusar«. Kvæðið er gott, um það
er ekki að villast. Hér um bil seinast í því leggur fyrir
andvara hins eilífa máls, hógværan og lífgandi, líkan
»hinum djúpu, straumþungu Sílóamvötnum«:
»Á jörð, á himna og höf
er heilög speki skráð.
Allt líf er guðleg gjöf;
öll gæfa himnesk náð.
Öll fóm er helg og há;
hver hönd, er vinnur, sterlc.
Allt, allt, sem augun sjá
er undur, kraftaverk«.
Augun ljóma af gleði: Davíð er kominn upp á örðugasta
hjallann í brattgöngu skáldsins: fullþroskað skáld. f »Nú
sefur jörðin« er m. a. þetta erindi um svefninn:
»Og sá sem þunga bölsins ber,
fær byrði dagsins létt af sér,
fær launuð öll sín kvalakjör,
fær kraft í nýja píslarför«.
Og enn fremur:
»En mildi Guðs er mannkyn háð;
að minnast hans er æðsta náð;