Jörð - 01.08.1931, Page 40

Jörð - 01.08.1931, Page 40
38 ÐAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKðGI [Jörð Þeir, sem ekki verða snortnir helgum hita; þeir, sem ekki finna til návistar heilags loga við lestur þessara tveggja kvæða (sbr. og »Jóhannes skíi’ara« og »Guðmund góða« í »Kveðjum«), þeir þekkja ekki Davíð til neinnar hlítar — hvorki sem mann né skáld. Davíð er sannur á sjáanda- stundum sínum, eins og hann er sannur, er hann sem breyskt mannsbarn kemur hispurslaust og með uppréttu höfði til dyra, eins og hann er klæddur. Því hann er djúpur trúmaður og heill, þó að e. t. v. teljist til »tollheimtumanna«. Tollheimtumaður — spá- maður! Er það ekki brosleg fjarstæða? Er það brosleg’ fjarstæða, að drengileg einlægni leiði til upplýsingar um sannleikann! í kvæðinu »Skriftastóllinn talar reyndur maður um blessun hinnar ítrustu einlægni: játningu syndanna fyrir augliti Allífsins. Leið hins frjálsmannlega unglings hlaut að liggja um »skriftastólinn«, héldi hann braut sinni beinni. »Leitir þú Guðs, þá liggur gata þín til lífs og friðar — gegnum skriftastólinn«. — f kvæðinu um »Konurnar þrjár«, sem gengu í nunnu- klaustur, leikur íþróttamaðurinn söxum. Er kvæðið í allra hugðnæmasta ævintýrastíl, en þrátt fyrir það er vafa- samt, að Davíð hafi nokkurn tíma lagt hatursþrungnari ádeilu í neitt kvæði: »Systurnar heltekur hugsun sú: Um böl sitt er bezt að þegja: Að kærleikur, von og kristin trú hafi komið þar inn — til að deyja«. Kaþólskuhatur Davíðs er annað og dýpra en skáldaríg- ur, sem sumir hafa gefið í skyn. Afbrýðisfull sannleiks- ást hans og alhuga lotning gagnvart náttúrunni í öllum hennar myndum setja Davíð og kaþólskan mann að sumu leyti í andstæð skaut. — Sumir hafa farið um það fremur hátíðlegum orðum, að Davíð sé ekki mikið sagnfræðisskáld; sé »allt of mikill nútímamaður til þess«; vanti þekkingu, en þó um fram allt skilning á fortíðinni. Hafa þau ummæli og þvílík lot-

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.