Jörð - 01.08.1931, Page 43

Jörð - 01.08.1931, Page 43
Jörð] DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI 41 Á þessum vegum er Davíð orðinn með sönnustu trúar- skáldum og aflmestu prédikurum þjóðarinnar. Braut náttúrunnar liggur um frjálsmannleik, einlægni og hjart- ans einfaldleik í hæðirnar — að hjarta Drottins. Fagnaðarerindið um rétt og frelsi og himneslca tign al- náttúrunnar; málsvöm einstakra mynda hennar, er liún tekur á sig i hversdagslífinu; ógnunarræður til spillts og ófrjáls aldananda, sem á mismunandi hátt og af rnisnmn- cmdi rótum vanmetur allt þetta — það er aðalerindi Davíðs í íslenzkar bókmenntir að svo stöddu. Það er nýi timinn sjálfur í vordýrð sinni, sem syngur í þessum ís- lenzka söngfugli fyrir íslenzkri æsku, íslenzkri alþýðu. Að hve miklu leyti honum er þetta sjálfum ljóst, skal hér látið ósagt. Davíð orkti af innstu hjartans þörf, þegar hann var un'gur. Hann gerir það enn — því hann hefir verið sannur og trúr. Hann yrkir þess vegna ýmislegt af »andanum«: þ. e. a. s. ásmagnaður um stundarsakir til æðri dáða, en honum væru eiginlegar einhama. En því að eins leitar Andinn hans, að hann finnur anda fyrir, til að hnýta samband við. — Vér höfum nú lýst því, hvert vér álítum aðalafrek Davíðs í islenzkum bókmenntum mannslega skoðað — en onnur sjónarmið teljum vér hégómleg hjá þvi. Megum vér þó ekki skiljast svo við efni þetta, að ekki sé nefnt annað stórafrek — eða e. t. v. réttar sagt: sérstakur þátt- ur af hinu fyrgreinda —, er Davíð hefir verið gefið að láta eftir sig liggja og oss segir svo hugur um, að fremur torfundið yrði samskonar i bókmenntum, þó að leitað væri út fyrir landsteinana. Það eru æskuljóð hans, þau er hann orkti um tvítugsaldur og innan, og birt voru framan til í »Svörtum f jöðrum«. Það eru »Una«, »Mamma ætlar að sofna«, »Svefnljóð«, »Brúðarskórnir«, »Léttúð- in« — og þau öll af gerðinni þeirri. Til þess að finna í rikí listarinnar eitthvað hliðstætt að undursamlegri samein- ingu æskusakleysis og þroska, jafnt frá mannlegu sem skáldlegu sjónarmiði, liggur við, að oss detti í hug, að fara yrði út fyrir ríki skáldskapar og leita í öllum grein-

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.