Jörð - 01.08.1931, Page 44

Jörð - 01.08.1931, Page 44
42 DAVÍÐ STEFÁNSSON FRA FAGRASKÓGI [Jörö um listarinnar, unz kemur að Mózart.1) Hins vegar játum vér, að óravegur er frá, að vér getum mælt svo af ná- kvæmri þekkingu. En varla lýgur hugboð vort meira en um helming. Astir. Á S T 1 R eru áskapaðar manninum af Náttúrunni, hinni miklu móður, sem knýr steggjann og öndina, til að lialda saman, og rjúpuna, til að liggja kyr á eggjunum sínum, jafnvel þó að gengið sé fast upp að henni. Sveinn og mær öðlast líkt og vitrun hvort um annað í einu augnatilliti — og vita upp frá því, að þau mega hvorugt án annars vera. Móðirin elur barn sitt — og ann því jafnskjótt heitar en lífinu í brjósti sér. Faðirinn sér það vaxa upp — og starfar vakinn og sofinn að sér- hverju, er hann hyggur, að miði því til giftu. Barnið lít- ur foreldra sína fyrst í stað augum takmarkalauss trausts, er síðar breytist í djúpa virðingu, ræktarsemi og þakklátssemi, allt umvafið einlægri, jafnvel heitri ást. Systkini bera ástríka umhyggju hvert fyrir öðru. Æsku- maðurinn eignast vini, er hann ann með viðkværnni, þó að lítt sé látið. »Fögur er Hlíðin«, mælti Gunnar — og sneri aftur heim. í ÖLLU þessu og þvílíku er mönnum veitt, svoaðsegja að náttúrunni, takmörkuð 'hlutdeild í hinum guödómlega huga. Sá, er elskar, hefir að jafnaði á réttu að standa — því hann þekkir, líkt og hann telur, innsta eðli þess, er í hlut á, betur en hinir, sem elska ekki þann hinn sama. ■>) Austurrískt tónskáld á seinni hluta 18. aldar. Viðurkenndur snillingur þegar á barnsaldri — og barnslegur í snilld sinni til æviloka. Er hann talinn cinhver mesti höfundur hreinnar feg- urðar, sem listasagan þekkir.

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.