Jörð - 01.08.1931, Page 45

Jörð - 01.08.1931, Page 45
Jörð] ÁSTIR 43 Engum getur opinberast svo hið sanna innsta eðli ein- hvers, að ekki kvikni ást í hjarta hans. Hann verður aldrei samur maður eftir. Annaðhvort lyftist hann upp á hærra svið tilveru — svo sem eðlilegast er, þar sem hon- um hefir verið gefinn kostur á aukninni hlutdeild í hin- um guðdómlega huga; — eða hann sljófgast gagnvart því, er til lífs horfir, hafi hann ekki kunnað að meta hina himnesku gjöf. Ástin er hverjum elskanda til áminningar um, hvernig hjartaþel hans þyrfti að vera gagnvart öll- um náungum. Helgaður maður elskar alla. Það hugarþel er nefnt kærleikur og er, að fagnaðarerindinu, hugarþel Guðs sjálfs. Um merkan höfund hefir nýlega verið ritað: »Hann sér jafnan guðdómsneistann í hverjum manni, hvað þykkt sem skán eigingirninnar og vonzkunnar hefir lagzt um sál hans. Hefir það ávallt verið einkenni á forgöngu- mönnum mannkynsins í andlegum efnum, að þeir hafa verið skyggnir á guðdómseðlið, sem skín í hjarta hvers manns gegnum synd og smán, hvað djúpt, sem ha’nn kann að vera sokkinn«.*) Guðsmy’nd m/mnsins er sú hin dul- ræna mynd, sem opinberast elskanda, þar sem aðrir sjá aö eins breyskan mann og brotlegan eða jafnvel fyrirlit- legan fant. Gervallt eðli mannsins er í rótum sínum gott; því mun öllu fegurra að tala upp á gamla móðinn um guðsviyndina, er hann sé skapaður í, heldur en nota hið nýrra orðtæki »guðdómsneis£'<«, þó að gott sé. — »Hverj- um þykir sinn fugl fagur«; — er og svo: Mynd Guðs er fögur, jafnvel þar, sem hún er stórspjölluð, hvort heldur frá fæðingu eða af æviatvikum. »Allt er gott sem Hörður gerði«, lætur Davíð Stefánsson Helgu jarlsdóttur segja og er það nærfærin lýsing á vanalegri heitri konuást. Vera má, að þetta og þvílíkt sé fjarstæða í augum margra, er rétt svo sé afsakandi »blindri« ást; — en ást- in »blinda« sér í raun og veru skár en köld skynsemi og »réttvísi« dæmendanna. Vegna guðdómlegrar skyggni sinnar ratar hún um þoku mannlegrar villu nær vegi en *) J. J. Smári í »Einar H. Kvaran sjötugur«; Iðunn XIII, 4.).

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.