Jörð - 01.08.1931, Side 55

Jörð - 01.08.1931, Side 55
Jörð] ÚTSÝN KRISTINS NÚTÍMAMANNS 53 tjón myndi ekki koma niður á honum einum, heldur og á fjölskyldu hans. Á ekkert af þessu leit hann; því að drengskapur hans sagði honum á sínu einfalda máli, að manninum yrði að hjálpa. Nú er með þessu engan veginn sagt, að fjölskylda og frændur, vandamenn og vinir, landar og trúbræður, stétt- arbræður og sveitungar séu ekki að öðru jöfnu náungar vorir öðrum fremur. Vitanlega stendur fjölskyldan vana- lega flestum næst. En sem sagt: hugmyndin sú, að til séu menn, er geti aldrei »komið manni við«, þó að á vegi hans verði hjálparþurfi — sú hugmynd hlaut dauðadóminn af vörum Jesú frá Nazaret fyrir 19 öldum. Enda skal það játað, að hugsunarhátturinn í því efni er orðinn næsta víðsýnn og djúpskyggn á móts við það, er þá var. Menn viðurkenna nú orðið almennt sem náunga sína menn, er »verða á vegi þeirra« augliti til auglitis eða kenndir að nafni, þó að það, sem að þeim amar, sé allt annars eðlis en líkamleg meiðsl, og þó að vegurinn sé ekki undir valdi vegamálastjóra, heldur einhver ótiltekinn kafli á þjóð- braut lífsins. Er ég nefni þjóðbraut lífsins, dettur mér í hug hið al- kunna orðtæki »slcóli lífsins«. f S K ó L U M eru nemendur flutti'r bekk úr bekk eftir því sem líður á námið. í sjálfu sér er að mörgu leyti lítill •munur á þekkingu sama nemandans, þegar hann er langt kominn í einum bekk og þegar hann er skammt kominn í næsta bekk fyrir ofan; þekkingarmunurinn er að vissu leyti miklu meiri innan sama bekkjarins, þegar hann byrjar um haustið og þegar hann endar um vorið. Og þó er nem- andinn sem sagt án þess að þekking hans hafi vaxið til- tölulega meira næst á undan, fluttur milli bekkja, látinn byrja á nýju námsatriði; nýr kafli i námi havs er runn- inn upp. Þetta er aðferð skólanna — einnig skóla lífsins. Á slíkum tímamótum stendur mannkyn vorra daga. V É R, áheyrendur mínir, kynslóð sú, er nú lifir, höf- um hlotið dásamlegt hlutskifti, umfram flestar ef ekki allar kynslóðir, sem mannkynssagan kann frá að greina.

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.