Jörð - 01.08.1931, Page 59

Jörð - 01.08.1931, Page 59
Jörð] ÚTSÝN KRISTINS NÚTIMAMANNS 57 að þeir eru orðnir miklu, miklu fleiri, sem »koma manni við«, en var á dögum feðra hans. H V A Ð A ályktanir á nú að draga af þessu, oss per- sónulega viðvíkjandi, sem tilheyrum söfnuði þesmm? Það verður að vísu hver og einn að segja sér sjálfur að mestu — því að ekkert nær lífsgildi gagnvart neinum, nema hann setji á það eigið mark. Þó tel ég rétt að drepa að eins á einhver atriði rétt til dæmis, og má þá ganga að því vísu, að ýmislegt verði ótalið, sem ekki hefði síður mátt nefna. Það er þá skylda hvers kristins nútímamanns, að ég tel, að reyna að gefa sem bezt og fordómaminnst gætur að öll- um menningarstraumum og félagslegum hreyfingum, sem mesta athygli vekja í samtímanum; kynnast sem bezt öll- um vaxtarbroddum nútímamenningarinnar. Hlýtur þetta að vísu að vera af skornum skammti, að því er snertir allan þorra manna. En töluverða þekkingu má þó fá af blöðum, tímaritum, alþýðlegum bókum, fyrirlestrum og víðvarpi, — allt þetta í vaxandi mæli og batnandi, — ef að alþýða manna lætur hlutaðeigendur vita, að henni sé þetta áhugamáL Jafnframt verður mönnum að vera það ljóst, að ekki eru t. d. allar blaðagreinar, er fjalla um því- lík efni, jafn upplýsandi; geta verið villandi; jafnvel vís- vitandi afvegaleiðandi. Er svo og um hvert hinna atrið- anna. Verður því skynsamleg alúð og auðsveipni við sannleikann að vera vegarhnoða þeirra, sem þrá sannan og tímabæran skilning á nútímanum og viðfangsefnum hans. — Einn miðilinn átti ég ónefndan áðan: skólcma. Verði þeim breytt í það horf, að þeir telji þetta og því- líkt meðal helztu verkefna sinna, þá ætti að mega gera ráð fyrir, að þeir yrðu einna stórvirkastir sem súrdeig hins nýja tíma; einkum þó djúpvirkastir. t framhalds- skólana fara bezt gefnu unglingarnir, skulum við ætla. Er þeir síðar dreifast um byggðir landsins, ætti að mega vænta gagntakandi súrdeigsáhrifa frá þeim. Stjómmálin eru eitthvert atkvæðamesta tæki almenn- ings, til að inna af hendi skyldu sína gagnvart félagsleg-

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.