Jörð - 01.08.1931, Side 71
FENEYJAR
69
J örð]
Feneyjar
eru allstór borg, norðarlega á ítalíu, við Adríahafið. Er
borgarstæðið á þrem eyjum, sem allar eru margskornar
sundur í hólma, en skurðirnir, eða »síkin« eru víða í
stræta stað. Eru þau farin í bátum af sérstakri gerð, sem
»gondólar« (gondól) nefnast. Upp úr krossferðum auðg-
uðust Feneyjar stórkostlega, því þær lágu forkunnar vel
við sem milliliður Miðevrópu og Austurlanda. Lögðust
þá undir þær landshlutar og eyjar, fyrst og fremst
nágrannahéraðið Fríúlí, sem nefnt er í eftirfarandi
sögu. Eftir fund Ameríku og sjóleiðarinnar til Ind-
lands tóku að slakast seglin Feneyj a; en lengi vel
héldu þær uppi drambi sínu, þó að orkan væri á hverf-
anda hveli. Héldu höfðingjaættir borgarinnar með ein-
stakri afbrýði utan að smáu sem stóru af því, er frægir
feður höfðu þeim eftir látið; en sýndu í engu, að kalla,
frjósama stjórnvizku. Napoleon gerði' út af við fullveldi
ríkis þeirra fyrir rúmri öld síðan.
Feneyjar eru meðal fegurstu og einkennilegustu borga;
er yfir þeim seiðandi ævintýraskin. Myndlist náði þar um
tíma einhverjum hinum glæsilegasta þroska,"og ber mál-
arann Títían hæst allra Feneyinga í Sögunni.
—-<H«c i ■ ■■ ■—l •<*$•>
M E N N geta hælzt um við Guð, og hann getur ekki
að því gert, því að hann kúgar engann. En þess háttar af-
rek kaupa menn því verði, að þeir fara með — guðlast.
KÆRLEIKUR er eiginleiki; hann snýr að öllum.
Ást er viðburður; snýr að einstökum. Kærleikur er baug-
ur; ástir eru baugabrot.
TRÚARJÁTNIN G
framtíðarinnar. er að leita í frelsi. Sannleikurinn mun
gera oss frjálsa. Jesús Iíristur er Sannleikurinn.