Jörð - 01.08.1931, Page 72
70
ANDREA DELFÍN
[Jörð
Andrea Delfín.
Skáldsaga frá Feneyjum eftir Paul Heyse.*)
S A G A þessi hefst í látlausu, einlyftu borgarahúsi í
Feneyjum. Um útlit hússins er þess helzt að geta, að sitt
hvoru megin við hinar lágu aðaldyr þess voru tvær snún-
ar trésúlur og viðamikil hylla, talsvert viðhafnarleg uppi
yfir. í skoti utan á húsinu sat Maríulíkneski í hásæti, og
var þar sílogandi lampi bak við rautt gler. Þegar komið
var inn í forstofuna niðri, varð fyrir breiður og brattur
stigi, sem lá beint upp á loft. Einnig hér logaði á lampa,
og hékk hann niður úr loftinu í fagurgljáandi festum; en
dagsbirt^ var þar engin, nema þegar opnuð var hurð.
Þrátt fyrir þetta sífellda rökkur, undi frú Gióvanna**)
Daníellí, eigandi hússins, sér hvergi betur en í tröppun-
um. Hafði hún erft húsið eftir mann sinn og bjó í því á-
samt einkadóttur sinni, Maríettu; en fáein herbergi, sem
hún þurfti ekki á að halda, leigði hún kyrlátum mönnum.
Hún hélt því fram, að tárin, sem hún hafði fellt eftir
mann sinn, elskuna, hefðu tekið svo á augu sín, að hún
þyldi ekki dagsbirtuna. En grannar hennar létu það heita
svo, aðhún hýmdi þarna á stigapallinum liðlangan daginn,
til þess eins að eiga það víst, að enginn slyppi svo um
fordyri hennar, að hún hefði ekki rækilega upp úr hon-
um allar nýjungar og fengi sjálf létt af sinni tungu þeim
hugsanaþunga, sem á hana safnaðist jafnt og þétt. Ekki
kom þetta þó sem bezt heim við staðreynd þá, að þegar
saga þessi hefst, í Ágústmánuði 1762, höfðu leiguherbergi
herinar staðið auð í heilt missiri; en við nágranna átti
hún ekki mikil mök. Auk þess var liðið að nótt, þenna til-
tekna dag, og fágætt að nokkur kæmi þangað um það
leyti dags. Samt sat húsfreyja sem fastast í sínu óhæga
*) Frb.: Pál Hæse. Paul Heyse var þýzkt skáld og hlaut Nóbels-
verðlaun. Er hann höfundur sögunnar l’Arrabíata, sem Björn
heitinn Jónsson þýddi og kom út í gömlu »Iðunnk.
**) Frb.: Dsjíóvanna.