Jörð - 01.08.1931, Síða 72

Jörð - 01.08.1931, Síða 72
70 ANDREA DELFÍN [Jörð Andrea Delfín. Skáldsaga frá Feneyjum eftir Paul Heyse.*) S A G A þessi hefst í látlausu, einlyftu borgarahúsi í Feneyjum. Um útlit hússins er þess helzt að geta, að sitt hvoru megin við hinar lágu aðaldyr þess voru tvær snún- ar trésúlur og viðamikil hylla, talsvert viðhafnarleg uppi yfir. í skoti utan á húsinu sat Maríulíkneski í hásæti, og var þar sílogandi lampi bak við rautt gler. Þegar komið var inn í forstofuna niðri, varð fyrir breiður og brattur stigi, sem lá beint upp á loft. Einnig hér logaði á lampa, og hékk hann niður úr loftinu í fagurgljáandi festum; en dagsbirt^ var þar engin, nema þegar opnuð var hurð. Þrátt fyrir þetta sífellda rökkur, undi frú Gióvanna**) Daníellí, eigandi hússins, sér hvergi betur en í tröppun- um. Hafði hún erft húsið eftir mann sinn og bjó í því á- samt einkadóttur sinni, Maríettu; en fáein herbergi, sem hún þurfti ekki á að halda, leigði hún kyrlátum mönnum. Hún hélt því fram, að tárin, sem hún hafði fellt eftir mann sinn, elskuna, hefðu tekið svo á augu sín, að hún þyldi ekki dagsbirtuna. En grannar hennar létu það heita svo, aðhún hýmdi þarna á stigapallinum liðlangan daginn, til þess eins að eiga það víst, að enginn slyppi svo um fordyri hennar, að hún hefði ekki rækilega upp úr hon- um allar nýjungar og fengi sjálf létt af sinni tungu þeim hugsanaþunga, sem á hana safnaðist jafnt og þétt. Ekki kom þetta þó sem bezt heim við staðreynd þá, að þegar saga þessi hefst, í Ágústmánuði 1762, höfðu leiguherbergi herinar staðið auð í heilt missiri; en við nágranna átti hún ekki mikil mök. Auk þess var liðið að nótt, þenna til- tekna dag, og fágætt að nokkur kæmi þangað um það leyti dags. Samt sat húsfreyja sem fastast í sínu óhæga *) Frb.: Pál Hæse. Paul Heyse var þýzkt skáld og hlaut Nóbels- verðlaun. Er hann höfundur sögunnar l’Arrabíata, sem Björn heitinn Jónsson þýddi og kom út í gömlu »Iðunnk. **) Frb.: Dsjíóvanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Jörð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.