Jörð - 01.08.1931, Page 74

Jörð - 01.08.1931, Page 74
72 ANDREA DELFÍN [Jörð svefnró yðar, og e. t. v. að ófyrirsynju í ofanálag. Vil ég ekki draga yður á því, að hafið þér ekki herbergi út að síkinu, þá leigi ég ekki hjá yður. Ég kem frá Brescíu.1) Hafa læknar þar i’áðlagt méi raka loftið í Feneyjum vegna brjóstveilu; ég á að hafa glugga út að vatni«. »Hamingjunni sé lof«, svaraði ekkjan; »kemur loksins maður, sem kann að meta síkið okkar. I sumar er leið var hér spánverji, sem hélst ekki við af því, að honum fannst leggja daun af vatninu, eins og í því væru soðnar saman rottur og melónur.2) Já — svo yður hefir verið ráðlagt þetta. Við segjum líka hér í Feneyjum: »Þeir lækna sjúka með síkjavatnk. En í því er nú dálítið sérstök meining, herra; bannsett óþverrameining, þegar út í það er hugs- að, hversu oft gondóll fór með þrjá út á lónin að boði höfðingjanna, en kom aftur með tvo. En nóg um það, herra. Guð varðveiti oss öll: Þér hafið, vænti ég, óaðfinn- anlegt vegabréf? Annars get ég ekki tekið við yður«. »Góða frú! Ég er búinn að sýna það á þrem stöðum opinberum gæzlumönnum. Nafn mitt er Andrea Delfín. Ég hefi starfað sem löglærður skrifari hjá lögmanni í Brescíu. Ég er kyrlætismaður og hefi aldrei komist í tæri við lögregluna«. »Sem betur fer«, kvað frúin og gekk á undan gesti sín- nm upp stigann. »Betra að gá að sér en gala: hjálpið mér! Annað augað á kettinum, hitt á ketmatnum! Betra að vera fyrirhyggjusamur, en eftir á að hyggja! Nú eru aumu tímarnir, herra Andrea. Bezt að hugsa ekkert; heilabrot stytta ævina. Lítið nú á«, og hún opnaði dyrn- ar að stóru herbergi —« er ekki nógu snoturt hérna? Það eru svo sem engin vandræði að hýrast hér. Þarna er rúm- ið; ég saumaði það allt saman með eigin höndum, þegar ég var ung. Enginn veit sína ævina, fyr en öll er. Sko! Þarna er glugginn út að síkinu; hann er, eins og þér sjá- ið, ekki breiður, en þeim mun dýpri. En hinn glugginn, út 3) Borg á Italíu. 2) Gríðarstór aldini, er vaxa í heitum löndum; eru allra aldina vatnsbornust, en ljúffengar mjög með sykri, þegar menn taka að venjast þeim.

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.