Jörð - 01.08.1931, Side 75

Jörð - 01.08.1931, Side 75
ANDREA DELFÍN 73 Jörð] að litlu götunni, verður að hafa aftur, því leðurblökurnar eru sífellt að verða áleitnari. Og takið eftir, þarna hinu- megin við síkið — þér getið nærri því seilst þangað — er höll Amídeis greifynju; hún er björt eins og gullpening- ur og hefir varla farið um færri hendur. En hvað er ég að þylja! Þér hafið hvorki fengið Ijós né vatn og hljótið auk þess að vera svangur«. Undir eins og aðkomumaður var inn kominn í herberg- ið, hafði hann yfirlitið það í snatri og gengið á milli glugga; nú fleygði hann pinkli sínum á stól. »Mér lízt vel á það allt saman«, sagði hann, »og ekki er ég hræddur um, að okkur semji ekki um leiguna. Færið mér bara brauðbita og ögn af víni, ef þér hafið það uppi við. Svo fer ég að sofa«. Það var- eitthvað einkennilega skipandi í framkomu mannsins, þó að orðin væm góðlátleg. Iíúsfreyja flýtti sér að hlýða, og lét hann einan í fáeinar mínútur. Gekk hann þá samstundis út að glugga aftur, beygði sig út og- horfði eftir hinu mjög svo þrönga síki með skolleitu vatni, sem ekki lét á því bera með minnstu hræringu, að það væri í tengdum við fjörvi þrungið hafið, hið aldna Adríahaf. Beint á móti reis höllin með þunglamalegum veggjum; dimmt var í gluggum öllum, því að framhliðin sneri ekki að síkinu; rétt yfir vatnsyfirborðinu voru dyr þröngar, og lá svartur gondóll festur við þröskuldinn. Allt þetta virtist koma heirn við óskir aðkomumanns; og þá ekki síður hitt, að ekki var unnt að sjá inn til hans um gluggann, sem sneri út að götuhalanum. Var glugga- laus veggurinn, er að honum sneri, og ekki annað þar til tilbreytingar en fáein framskot og eitthvað af sprungum og kjallaraglufum; og virtist ekki öðrum hent en köttum, mörðum og náttuglum að kunna við sig í þeim skuggalegu þrengslum. Ljósgeisli frá ganginum smaug inn í stofuna; dyrnar opnuðust, og imi gekk hin smávaxna ekkja og á eftir henni dóttir hennar, sem hafði orðið að rífa sig á fætur í snatri, til þess að aðstoða móður sína. Var hún nærri því enn þá minni en mamma hennar, en sýndist hærri

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.