Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 82

Jörð - 01.08.1931, Blaðsíða 82
80 ANDREA DELFÍN [JörÖ ið; — en gesturinn einmani virtist hvorki heyra þetta né sjá; brann þó eldur úr augum hans. Er klukkan í kirkjuturni í grenndinni sló ellefu, stóð hann loks á fætur og litaðist um eins og annars hugar. Uppi undir loftinu teygðu reykelsisskýin sig í gráleitum flyksum, en ósinn af kertinu sameinaðist skýjunum hið efra. Andrea opnaði gluggann að síkinu, til 'að endurnýja loftið. Sá hann þá ljós í glugganum beint á móti, aftan við hvít gluggatjöld, sem voru hálfdregin fyrir. En í bil- inu sá hann stúlku, sem sat við borð með fat fyrir framan sig og hámaði í sig leyfar af stórri skorpusteik; staklc hún bitunum upp í sig með fingrunum,- en saup öðru hvoru á krystallsflösku. Léttúðarsvipur var á andlitinu án þess þó, að hún væri beinlínis frekjuleg; komin var hún af unglingsárum. Vart varð tilgerðar í kæruleysis- legum klæðaburði hennar og hálfleystu hári', en fór henni þó ekki sem verst. Hún hlaut að hafa orðið þess vör fyrir nokkru, að nýr leigjandi var kominn í herbergið á móti; en enda þótt hún sæi hann nú við gluggann, hélt hún á- fram í mestu makindum að raða í sig, en veifaði þó til ílöskunni, er hún drakk úr, líkt og hún væri að skála. Er öllu var lokið, setti hún tóma fatið til hliðar, færði borð- ið með lampanum á, svo að öll birtan féll á spegil á bak- vegg herbergisins, og tók nú frammi fyrir speglinum að reyna á sig hrúgu af grímubúningum, hvern af öðrum, er lágu í margbreytilegum ruglingi á hægindastól; sneri hún baki að manninum í glugganum, en þeim mun betur gat hann séð spegilmynd hennar. Svo var að sjá sem hún skemmti sér vel við þetta; a. m. k. kinkaði hún einstak- lega vinsamlega kolli að myndinni af sér, hló'til sín, svo að skein í tennurnar milli rjóðra vara; setti á sig hetju- svip eða munarblíðan; en jafnframt gaut hún augunum út undan sér til áhorfandans í speglinum. Er nú hin dimma mannsmynd hinumegin lét ekkert á sér bæra, og ekkert bólaði á eftirvæntri viðurkenningu, varð hún ó- þolinmóð og bjóst til úrslitasnerru. Batt hún um höfuð sér stórum, rauðum vefjarhetti, sem prýddur var glitr- andi djásni og hegrafjöður. Rauði liturinn átti engan veg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.