Jörð - 01.08.1931, Side 87

Jörð - 01.08.1931, Side 87
Jörð] ÍSLAND í FARARBRODDI 85 ingarþjóðum til fordæmis. Gín þú ekki við erlendum kerf- um, hvort heldur eru trúarleg, heimspekileg, stjórnar- farsleg, hagfræðisleg né nein önnur, er nöfnum tjáir nefna. Skapaðu sjálf af eigin hugboði, þó að þú gangir sízt fram hjá reynslu annara. Þér á að vera það ljóst, að auðvaldsandinn hefir þegar leitt ógæfu yfir þjóðirnar og stefnir með þær í glötun, fari svo fram, sem horfir. En ekki skaltu vænta þér úrlausnar í kerfi Marx, né neinu öðru kerfi — nema því, er lífið sjálft skapar á hverri líð- andi stund. Enda er Marxtrúin grundvölluð á efnishyggju og ofbeldis-, eins og auðvaldið. / eig in b r j ó sti er framtíðarinnar að leita------og Jesús Kristur er vegur- inn þangað inn, — hann hinn sanni maður. Haldir þú fast við innri rödd þína, leitir þú lærdóms í eigin eðli, umhverfi og sögu í nafni hans, hins óttalausa — þá muntu vissulega verða í fai’arbroddi meðal þjóðanna, friðflytjandi á jörð. Listamenn. Eftir Pétur Sigurðsson. 1. SÖNGVARINN. Syng þú hátt, syng þú um eilífan, guðlegan mátt, syng þú um liðna og líðandi stund, lífið og kvik þess í forsjónar mund, ljósríki kvöldsins og komandi dag, kærleikans almætti, hátíðar lag; dýrð þá, sem kemur og dýrð þá, sem er, dýrð þá, sem var og er minnisstæð þér; feðranna dyggðir og frægðgullnu spor, fölnuðu blómin og komandi vor, Guðs ríkis morgun og guðveldislýð, guðsfriðar sælu og afnumin stríð.

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.