Jörð - 01.09.1940, Qupperneq 47
«r, höf.; liann segir: „Palmerston
was once morc the hero of the
hour", — Palmerston hafði enn einu
sinni borið sigur af hólmi. Annað
dæmi: „að slíkur maður gat látið sér
slikt um munn fara“; betra hefði
óneitanlega verið : „að slikur maður
gat látið sér annað eins um munn
fara“.
Þá eru rangþýðingar, en þeirra
tala er legió, bæði á einstökum orð-
um og heilum 'setningum og máls-
greinum. T. d. segir þýð., að Al-
bert hafi séð það fyrir „að hjóna-
bandið yrði ekki dans á rósum“; í
enskunni stendur „plain sailing“, en
það þýðir hægðarleikur. Þá segir
þýðandi, að til orða hefði komið að
veita Albert „lávarðstign", en í enska
textanum stendur „pecrage", og er
með því átt við að veita honum sæti
í efri málstofunni, en það er annað.
Enn segir þýðandi: „Nú bar ekki
framar á minnstu misklíð milli Vik-
toríu og Allærts, — hjónaband þeirra
var fullkomin sátt og eining". Á ensk-
unni er þetta svona: „The early dis-
cords had passed away completly —
resolved into the absolute harmony
of married life“. Hér er farið mjög
utan hjá, en hefði mátt vera eitt-
hvað á þessa leið: „Sundurlyndið,
sem gætti í upphafi, var með öllu
yr sögunni — það hafði snúizt upp
1 beztu hjónasambúð". „Royal car-
tiage" heitir konungsvagn, en ekki
konunglegur vagn, eins og þýðandi
vill vera láta, eins er um „konung-
Jcg höll“, sem þýðandi kallar, hún
heitir konungshöll, og „konungleg
hjón“ er á íslenzku konungshjón o.
s-,frv. „Lord Steward" er yfirhirð-
stjóri og á ekkert skylt við bryta,
cn þó kallar þýðandi þennan hirð-
^ann „hallarbryta“. „Hússtjórnar-
dómur“ talar þýðandi um, en það er
a enskunni „housckeepers" og þýðir
yustýrur; orðið „dama“ er ekki til
a islenzku, „Hirðsveinar", sem þýð.
, allar, heita á ensku „pages“, en á
•slenzku skutilsveinar. Eldameistari á
1 Vfa býðing á „clerk of the kit-
c en \ sem mætti kalla eldhúsritari,
eJ\ sn maður hefur reikningshald
Cylhussins. „Under-butler" leggur
Pyð- ut kjallarameistari, en betra væri
Jörð
að kalla þaðkjallarasvein.því hvernig
ætti annars að þýða „butler"? Orðið
„under-butler" leggur þýðandi nokkr-
um síðum aftar út „vínkjallararitari'
og má hver, sem getur, koma því
heim. „Master of the Horse“ er lagt
út stallmeistari, en heitir stallari á
islenzku. „Livery-porter“ er lagt út
lífvörður; þýðandinn er seigur við
lífið, og virðist þarna hafa ej'gt það
í „live“ i „livery", en „livery" þýðir
þjónseinkennisbúningur, og væri
þetta „einkennisbúnir þjónar". A ein-
um stað segir þýðandi: „Viktoríu-
tíminn var i uppsiglingu''; á ensk-
unni er það „Tlie Victorian age was
in full swing", en það þýðir „Vik-
toriu-tíminn stóð sem hæst". Þá
segir, „John lávarður átti ekki sjö
dagana sæla“, en í enskunni er það
„Lord Johns positions grew more
and more irksome", sem er á ís-
lenzku: „Aðstaða Johns lávarðar
varð æ erfiðari og erfiðari". Þess
er getandi, að það verður að beygja
nafnið John, og önnur útlend nöfn,
svo að þau liafi að minnsta kosti
eignarfall, en vel mætti hafa Jón i
staðinn.
„Reasonable animosity" er lagt út
„rökstuddur fjandskapur", en ætti
að vera „skiljanleg andúð“. „Motion"
þýðir ekki dagskrá, heldur tillaga.
„Substantial majority'' þýðir „álit-
legur meirihluti'1, en ekki mikill
ineirihluti. „Málið kom því næst fyr-
ir neðri málstofu, og þótti ekki ólik-
legt, að hún fclldi þann áfcllisdóm,
að hann yrði að biðjast lausnar."
Hér er staglið aftur á ferðinni; þvi
má ekki segja „kvæði upp þann áfell-
isdóm" til að forðast það. Þýð. seg-
ir hvað eftir annað „neðri málstofa"
fyrir „neðri málstofan", en þetta má
ekki vera greinislaust, þvi víðar eru
til neðri málstofur en í brezka þing-
inu. Á ensku er setningin svona:
„The question was next to be dis-
cussed in the House of Commons,
where another adverse vote was not
improbable, and would seal the doom
of the Minister", en þetta ætti að
þýða eitthvað á þessa leið: „Málið
þurfti síðan að koma til umræðu i
neðri málstofunni, og þar mátti eiga
von á, að atkvæðagreiðslan gengi á
189